Chelsea mætir Barcelona og PSG fékk Evrópumeistarana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2017 11:30 Hvaða lið vinnur bikarinn með stóru eyrun? vísir/getty Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeild Evrópu í Sviss í dag. Tveir stórleikir komu upp úr pottinum, viðureign Chelsea og Barcelona og svo Evrópumeistara Real Madrid og PSG. Tottenham á erfitt verkefni fyrir höndum, en liðið mætir Juventus. Ítölsku meistararnir fóru alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Liðin hafa aldrei mæst áður í Evrópukeppni, en mættust í vináttuleik fyrir tímabilið á Wembley þar sem Tottenham vann 2-0. Pep Guardiola og hans menn voru nokkuð heppnir með drátt, en þeir lentu gegn svissneska liðinu Basel. Liðin hafa aldrei mæst áður, en Basel þekkir það þó vel að koma til Manchester. Svisslendingarnir hafa mætt grönnunum í United nokkuð oft á síðustu árum og náð að stríða enska liðinu. United fékk ferð til Spánar upp úr pottinum, en Jose Mourinho fer með sína menn til Sevilla. Spænska liðið er í fimmta sæti La Liga deildarinnar, en þessi lið hafa ekki mæst áður. Portúgalska liðið Porto dróst gegn Liverpool. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður, og aldrei hefur Porto náð að sigra. Liverpool vann tvo leikjanna á meðan tveir enduðu í jafntefli.16-liða úrslitin: Juventus - Tottenham Basel - Manchester City Porto - Liverpool Sevilla - Manchester United Real Madrid - PSG Shakhtar Donetsk - Roma Chelsea - Barcelona Bayern Munich - Besiktas Beina textalýsingu frá drættinum má sjá hér að neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira