Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2017 22:15 Teikning af vinnsluskipinu sem smíðað verður fyrir Johan Castberg-svæðið. Teikning/Statoil. Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. Litið er á ákvörðun Statoil sem táknræna yfirlýsingu um að olíukreppunni sé lokið þar í landi. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Olíusvæðið kallast Johan Castberg og er um 240 kílómetra úti fyrir ströndum Norður-Noregs, mun norðar en Goliat og Mjallhvít, sem til þessa hafa verið nyrstu vinnslusvæði gas- og olíuiðnaðar Norðmanna.Teikningin sýnir hvernig neðansjávarstöðvar á hafsbotni dæla olíunni úr jarðlögunum. Olíusvæðið er um 240 kílómetra norðvestur af Hammerfest.Teikning/Statoil.Ákvörðun Statoil í síðustu viku um að leggja 49 milljarða norskra króna, andvirði 610 milljarða íslenskra, í uppbyggingu svæðisins var í norska ríkissjónvarpinu lýst sem gleðidegi í Norður-Noregi. Hagsmunasamtök þjónustufyrirtækja heimamanna sögðu að strandbyggðir Norður-Noregs yrðu hin nýja gullströnd. Þetta yrði næst mesta olíuiðnaðaruppbygging í fimmtíu ára olíuævintýri Noregs, sem skapa myndi 500 ný ársverk í Finnmörk, og alls 1.700 á landsvísu. Á sama tíma brugðust umhverfisverndarsamtök hart við, og sögðu það algerlega galið að festa í sessi aukna losun gróðurhúsalofttegunda til næstu þrjátíu ára. Ákvörðun Statoil kemur aðeins fjórum vikum eftir að málaferli Greenpeace-samtakanna hófust gegn norsku ríkisstjórninni í því skyni að ógilda nýjar leyfisveitingar til enn frekari olíuleitar í Barentshafi.Fallið var frá áformum um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi. Þangað átti að dæla olíunni um 280 kílómetra langa neðansjávarlögn frá Johan Castberg-svæðinu.Teikning/Statoil.Lykillinn að þessari nýju fjárfestingu er að Statoil tókst að lækka verulega allan kostnað og áætlar félagið nú að ekki þurfi nema 35 dollara olíuverð til að Johan Castberg-svæðið standi undir sér. Í dag er verðið í kringum 60 dollarar á tunnuna. Í stað þess að leggja leiðslur til lands, eins og upphaflega var áætlað, verður olíunni dælt upp í vinnsluskip, sem sérstaklega verður smíðað fyrir verkefnið. Þessi fjárfesting Statoil er jafnframt túlkuð sem táknræn yfirlýsing um að kreppu norska olíuiðnaðarins, sem hófst með verðfalli olíu sumarið 2014, sé nú lokið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. Litið er á ákvörðun Statoil sem táknræna yfirlýsingu um að olíukreppunni sé lokið þar í landi. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Olíusvæðið kallast Johan Castberg og er um 240 kílómetra úti fyrir ströndum Norður-Noregs, mun norðar en Goliat og Mjallhvít, sem til þessa hafa verið nyrstu vinnslusvæði gas- og olíuiðnaðar Norðmanna.Teikningin sýnir hvernig neðansjávarstöðvar á hafsbotni dæla olíunni úr jarðlögunum. Olíusvæðið er um 240 kílómetra norðvestur af Hammerfest.Teikning/Statoil.Ákvörðun Statoil í síðustu viku um að leggja 49 milljarða norskra króna, andvirði 610 milljarða íslenskra, í uppbyggingu svæðisins var í norska ríkissjónvarpinu lýst sem gleðidegi í Norður-Noregi. Hagsmunasamtök þjónustufyrirtækja heimamanna sögðu að strandbyggðir Norður-Noregs yrðu hin nýja gullströnd. Þetta yrði næst mesta olíuiðnaðaruppbygging í fimmtíu ára olíuævintýri Noregs, sem skapa myndi 500 ný ársverk í Finnmörk, og alls 1.700 á landsvísu. Á sama tíma brugðust umhverfisverndarsamtök hart við, og sögðu það algerlega galið að festa í sessi aukna losun gróðurhúsalofttegunda til næstu þrjátíu ára. Ákvörðun Statoil kemur aðeins fjórum vikum eftir að málaferli Greenpeace-samtakanna hófust gegn norsku ríkisstjórninni í því skyni að ógilda nýjar leyfisveitingar til enn frekari olíuleitar í Barentshafi.Fallið var frá áformum um olíuhöfn í Veidnes í Norður-Noregi. Þangað átti að dæla olíunni um 280 kílómetra langa neðansjávarlögn frá Johan Castberg-svæðinu.Teikning/Statoil.Lykillinn að þessari nýju fjárfestingu er að Statoil tókst að lækka verulega allan kostnað og áætlar félagið nú að ekki þurfi nema 35 dollara olíuverð til að Johan Castberg-svæðið standi undir sér. Í dag er verðið í kringum 60 dollarar á tunnuna. Í stað þess að leggja leiðslur til lands, eins og upphaflega var áætlað, verður olíunni dælt upp í vinnsluskip, sem sérstaklega verður smíðað fyrir verkefnið. Þessi fjárfesting Statoil er jafnframt túlkuð sem táknræn yfirlýsing um að kreppu norska olíuiðnaðarins, sem hófst með verðfalli olíu sumarið 2014, sé nú lokið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30 Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fresta olíuhöfn í Norður-Noregi Lagning neðansjávarleiðslu frá nýfundnum olíulindum í Barentshafi til lands í Norður-Noregi , ásamt byggingu nýrrar olíuhafnar við Honningsvåg, er of dýr. 30. júní 2014 11:30
Tugum nýrra sérleyfa úthlutað til olíuleitar í lögsögu Noregs Norsk stjórnvöld úthlutuðu í vikunni 56 nýjum sérleyfum til olíuleitar í einu stærsta útboði sem um getur í olíusögu landsins. 23. janúar 2016 20:45
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent