BL hefur selt 6.157 bíla á árinu Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2017 10:39 Í ár stefnir í metár í nýskráningum fólks- og sendibíla á Íslandi. Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum það sem af er ári og við síðustu mánaðarmót voru nýskráningar nýrra fólks- og sendibíla komin í 22.221 bíl samanborið við 19.354 bíla á sama tíma í fyrra, eða 15% vöxtur. Söluhæsta umboðið er BL með 6.157 bíla selda og 23% vöxt á milli ára. Næst stærsta umboðið er Toyota með 3.977 bíla og 21% vöxt. Þriðja stærsta umboðið er Hekla með 3.587 bíla og Brimborg í því næsta með 3.263 selda bíla og Askja með 2.740 bíla og þar er vöxturinn mestur á milli ára meðal stærri innflytjenda, eða 36%. Ísband, nýjasta bílaumboð landsins er með 75% vöxt á milli ára og hefur nú selt 370 bíla á móti 211 á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Nýskráning bílaleigubíla er nú 1% minni en í fyrra, en nú hafa verið skráðir 8.323 bílar á móti 8.599 bílum í fyrra. Bílaleigubílar telja nú 37,5% af nýjum seldum bílum á árinu. Reyndar var nýskráning þeirra í nóvember 53% meiri en í fyrra, eða 159 bílar á móti 104 í fyrra. Forvitnilegt verður að sjá hvort þeir verði ekki talsvert margir í desember vegna breyttra skattalaga frá og með næstu áramótum.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent