Stinger og Stonic fá 5 stjörnur hjá Euro NCAP Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2017 09:18 Kia Stinger. Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þeir þættir sem Euro NCAP prófar eru t.a.m. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna, sem og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Stinger og Stonic bætast þar með í hóp níu annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu bíla sem eru framleiddir í dag. Auk þess koma allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda sem er lengsta ábyrgð sem boðið er upp á í Evrópu.Kia Stonic. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Nýjustu bílar Kia fjölskyldunnar, Stinger og Stonic hafa hlotið 5 stjörnur, eða hæstu einkunn, í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Þessi nýjustu útspil frá Kia hafa fengið mikið lof fyrir framúrskarandi öryggisbúnað og fyrirbyggjandi varnir gegn árekstri. Euro NCAP er leiðandi stofnun á sviði umferðaröryggismála í Evrópu sem einblínir á alhliða öryggi bílanna sem gerir neytendum auðveldara að lesa úr niðurstöðum allra öryggisþátta. Þeir þættir sem Euro NCAP prófar eru t.a.m. öryggi farþega, öryggi gangandi vegfarenda, öryggi barna, sem og virkni öryggis og aðstoðarkerfa fyrir ökumann. Stinger og Stonic bætast þar með í hóp níu annarra Kia bíla sem hlotið hafa 5 stjörnur hjá Euro NCAP. Þessi 5 stjörnu einkunn Kia bíla hjá Euro NCAP staðfestir að bílar suður-kóreska bílaframleiðandans eru meðal öruggustu bíla sem eru framleiddir í dag. Auk þess koma allir nýir Kia bílar með 7 ára ábyrgð frá framleiðanda sem er lengsta ábyrgð sem boðið er upp á í Evrópu.Kia Stonic.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent