Útgjöld ríkissjóðs aukast um 66 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2017 13:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarpið í morgun. Vísir/Ernir Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári hækka um 66 milljarða króna miðað við fjárlög ársins í ár samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem lagt verður fram á Alþingi í dag. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 21 milljarð króna og framlög til mennta- og samgöngumála aukast töluvert milli ára. Þingsetning verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands setur síðan þingið formlega um klukkan 14. Að lokinni setningu verður þingfundi framhaldið með kjöri forseta Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna og fleira. Katrín Jakobsdóttir flytur síðan stefnuræðu sína klukkan 19:30 í kvöld og í framhaldinu fara fram umræður um hana. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hefst á Alþingi í fyrramálið. Í frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun er gert ráð fyrir 35 milljarða króna afgangi, níu milljörðum minni afgangi en fjárlagafrumvarp fyrri stjórnar gerði ráð fyrir. Fjármálaráðherra segir tekjur ríkissjóðs aukast töluvert á næsta ári en útgjöld aukist líka um 66 milljarða króna í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar. „Við ætlum að setja meira inn í heilbrigðiskerfið en áður var áformað. Við setjum sömuleiðis stóraukna fjármuni inn í menntamál. Bæði til háskóla og framhaldsskólastigsins. Við ætlum að auka framlög til vegagerðar í landinu. En afkoman er engu að síður mjög sterk. Við erum að leggja hér upp með um 35 milljarða afgang af fjárlögum sem er töluvert umfram það sem Alþingi afgreiddi fyrir árið 2017,“ segir Bjarni.Útgjöld til heilbrigðismála hækka um 21 milljarð Þrátt fyrir aukin útgjöld er áætlað að lækka skuldir ríkissjóðs um 50 milljarða á næsta ári en vaxtaútgjöld ríkissjóðs eru með stærstu útgjaldaliðum hans og nema um 72 miiljörðum á næsta ári. Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála verður um 21 milljarður króna, sem fer til heilsugæslunnar, sjúkrastofnana á landsbyggðinni sem og til Landsspítalans. „Við erum bæði að styðja sérstaklega við mönnun spítalans, við erum líka að setja fjármuni í húsnæði á spítalnum. Það á bæði við um barna- og unglingageðdeildina en líka annars staðar. Það koma fjármunir til tækjakaupa og þetta fer inn í ýmis áherslumál heilbrigðisráðuneytisins. En ég vil líka halda því til haga að við erum að setja fjármuni til tækjakaupa á landsbyggðinni og styðja við rekstur sjúkrastofnana utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Bjarni. Útgjöld til barnabóta hækka um tæpan 1 milljarð frá árinu 2017. Framlög vegna fæðingarorlofs hækka um rúmlega 1 milljarð króna og frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verður hækkað í upphafi árs 2018 úr 25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði, sem eykur útgjöld um 1,1 ma.kr.Bjarni segir Ísland hafa efni á hágæða menntastofnunum Á sviði mennta, menningar og íþróttamála verða talsverðar breytingar til hækkunar, sé miðað við forsendur fjármálaáætlunar. Framlag til máltækniverkefnis hækkar um 450 milljónir, framlög til framhaldsskóla um 400 milljónir og framlög til háskóla um 1 milljarð króna. Alls aukast framlög til mennta-, menningar- og íþróttamála um 5,5 ma.kr. En ríkisstjórnin stefnir að því að framlög verði á við meðaltal OECD ríkjanna árið 2020 og framlög Norðurlandanna árið 2025. „Við erum á topp tíu lista allra þjóða í heiminum varðandi verðmætasköpun á hvern landsmann. Það hlýtur að verða að endurspeglast í því að við höldum hér úti mjög sterku menntakerfi. Sömuleiðis heilbrigðiskerfi og öðrum sterkum innviðum í landinu,“ segir fjármálaráðherra. Framlög til verkefna á sviði samgöngu- og fjarskiptamála hækka samtals um 3,6 milljarðar króna, og til umhverfismála um 1,7 milljarða. Einnig er veitt 90 milljón króna framlag til vöktunar á ám vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Heildarhækkun framlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. 14. desember 2017 10:06
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent