Gott að vinna í kringum aðra Guðný Hrönn skrifar 16. desember 2017 14:00 Sigga Maija, Íris og Ragnar reka MINØR Coworking-vinnustofurnar úti á Granda. vísir/stefán Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“ Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir rekur MINØR Coworking vinnustofuna úti á Granda ásamt fatahönnuðinum Siggu Maiju og hönnuðinum Ragnari Visage. Þar hefur um það bil 25 manna hópur fólks sem starfar í skapandi greinum vinnuaðstöðu. Íris segir að á vinnustofunni fái sköpunargleðin innspýtingu. Ævintýrið í kringum MINØR hófst fyrir þremur árum þegar Íris og vinkona hennar voru að leita sér að vinnuaðstöðu.„Þá fundum við þetta rými úti á Granda sem var um það bil 300 fermetrar. Þetta var eitthvað svo skemmtilega hrátt og við tímdum ekki að sleppa því frá okkur þó að það væri allt of stórt fyrir okkur tvær.“ „Þannig að við ákváðum að fá fleiri með okkur í rýmið en við vorum ekki nema fimm í upphafi,“ útskýrir Íris. Hún segir MINØR Coworking hafa þróast hratt og mikið síðan þá. Upphaflegi hópurinn í MINØR hafði svo augastað á 500 fermetra rými sem stóð til hliðar við þeirra rými. „Við ákváðum svo að bæta því við okkur fyrir ári síðan, þannig að við erum núna komin í 800 fermetra.“ Hörkuvinna en vel þess virðiMINØR Coworking rýmið er ekki rekið í gróðaskyni. Spurð út í hvort það krefjist ekki mikillar vinnu að halda utan um reksturinn svarar Íris játandi. „Jú, vissulega er þetta hörkuvinna, en þetta er svo skemmtilegt og við höfum mikla trú á þessu. Rýmið býður upp á marga möguleika. Við erum að vinna að því alla daga að betrumbæta aðstöðuna. Það er góður meðbyr núna og við erum spennt fyrir framhaldinu.“Hluti fólksins sem hefur vinnuaðstöðu á MINØR, þar sem sköpunargleðin fær innspýtingu.vísir/stefánÍris segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hún tók við rýminu. „Þetta var rosa hrátt í upphafi. Það fór mikil vinna í að skrúbba út fisklyktina. En í dag erum við komin með til dæmis silkiprentaðstöðu, saumaaðstöðu og, ljósmyndastofu og viðburðasal fyrir ýmiss konar námskeið og uppákomur. Svo fengum við um daginn óvænt rými í verbúð við Grandagarð 25 þar sem hönnuðir hjá MINØR Coworking hafa opnað litla hönnunarverslun sem verður opin í nokkra mánuði.“ Spark í rassinnAðspurð hvort það sé mikilvægt að hennar mati fyrir fólk í listgreinum að vinna í skapandi umhverfi, í stað þess að vinna einn heima, segir Íris: „Já, það er rosa mikill munur. Maður fær mikinn innblástur við að sjá hvað annað fólk er að gera og tala við aðra. Margir hérna hafa einmitt verið að vinna lengi heima og tala um að það sé þreytandi. Maður fær ákveðið spark í rassinn við að mæta á staðinn þar sem eitthvað er að gerast. Svo er mikill vinskapur í þessu. Við erum öll að vinna í svo mismunandi greinum og þannig myndast gott tækifæri til samvinnu.“
Tíska og hönnun Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira