Touareg án feluklæða Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 09:40 Ný kynslóð Touareg orðin fullmótuð. motor1.com Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent
Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir nýjum Volkswagen Touareg jeppa en núverandi kynslóð hans er frá árinu 2010. Touareg mun koma á markað á næsta ári og er búist við því að hann verði fyrst sýndur almenningi á Auto China bílasýningunni í Peking í apríl. Svo virðist þó að bíllinn sé kominn í fullmótað form því myndir náðust af honum um daginn þar sem verið var að mynda bílinn fyrir auglýsingagerð. Þar var hann því án allra feluklæða. Bíllinn er eðlilega talsvert mikið breyttur, nútímalegri og sportlegri. Ýmis smáatriði í honum minna á annan nýjan bíl frá Volkswagen, þ.e. fólksbílinn Arteon. Nýr Touareg er smíðaður á sama MLB Evo undirvagni og Audi Q7. Volkswagen hefur ekki látið uppi hvaða vélbúnaður verður í boði í Touareg, en giskað hefur verið á að allt niður í fjögurra strokka 2,0 lítra vél verði í bílnum, en einnig mögulegt að í honum verði boðið uppá 5 strokka 2,5 lítra vélina sem Audi er svo þekkt fyrir. Volkswagen Touareg verður smíðaður í Bratislava í Slóvakíu.Allur hinn laglegasti.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent