Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 19. desember 2017 12:00 Uppnám ríkir innan Borgarleikhússins eftir að Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum. Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“ Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Neyðarástand ríkir nú í Borgarleikhúsinu og er búið að taka leiksýninguna Medeu, sem til stóð að frumsýna 29. desember næstkomandi, úr sölu. Ástæðan er sú að Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri vék Atla Rafni Sigurðarsyni leikara, sem fer með burðarhlutverk í verkinu, fyrirvaralaust frá húsinu. Samkvæmt heimildum Vísis mun ástæða brottvikningarinnar vera ásakanir sem settar hafa verið fram í tengslum við Metoo-byltinguna. Vísi hefur ekki tekist að ná tali af málsaðilum, þeim Kristínu né Atla Rafni, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Vísir gerði tilraun til að kaupa miða á Medeu en svör í miðasölu voru eftirfarandi: „Það er búið að loka fyrir sölu eins og er.“Verður ekki hægt að komast á sýninguna um jólin? „Ég býst ekki við því eins og er. Það gæti verið að þessu verði frestað. Það verður fundað í dag,“ sagði konan í miðasölu Borgarleikhússins.Mikil óvissa og málið viðkvæmt Ekki hefur heldur tekist að ná í Birnu Hafstein, formann Leikarafélagsins, vegna málsins. Sömuleiðis hefur Vignir Egill Vigfússon, markaðsfulltrúi leikhússins, ekki svarað símtölum. Þá hefur markaðsstjóri Borgarleikhússins, María Hrund Marinósdóttir, ekki svarað símtölum Vísis. Ljóst er að málið er afar viðkvæmt. Eftir því sem næst verður komist var Atla Rafni ekki gefinn kostur á að grípa til varna. Hann mun nú vera að skoða sinn rétt þar sem hann telur málsmeðferðina óboðlega og tildrögin óljós. Stjórnendur leikhússins vísa hins vegar til þess að það sé sjálfseignastofnun og þurfi því ekki að fara eftir þeim verkferlum sem opinberar stofnanir þurfa að hlíta. Óvissa ríkir innan leikhússin. Starfsfólki er kunnugt um uppsögnina en þeim mun hins vegar ekki hafa verið gerð grein fyrir því í hverju ásakanirnar á hendur Atla Rafni felast.Verkefnastaðan í fullkomnu uppnámi Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Sem áður sagði stóð til að hann gegndi veigamiklu hlutverki í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk krypplingsins í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins þess er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Það má þannig ljóst vera að fullkomið uppnám ríkir vegna málsins innan veggja Borgarleikhússins.Medea fyrsti femínistinn Kristín Þóra Haraldsdóttir hefur verið að æfa hlutverk Medeu og hún segir í nýlegu viðtali sem birtist í Fréttablaðinu eftirfarandi um persónuna sem hún hefur verið að undirbúa sig við að túlka: „Sumir segja að Medea sé fyrsti femínistinn. „Og ég hef spurt mig, hvað þarf til að eitthvað breytist varðandi ofbeldi í garð kvenna? #metoo byltingin snýst ekki um hefnd heldur réttlæti og kannski er Medea í grunninn að leita að einhvers konar réttlæti.“
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37 #MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30 Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð lýsa yfir stuðningi við MeToo Karlar í sviðslistum og kvikmyndagerð hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Alls 740 karlmenn hafa skrifað undir yfirlýsinguna. 10. desember 2017 11:37
#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. 7. desember 2017 18:30
Medea og myrkrið Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona tekst nú á við eitt þekktasta og harmrænasta hlutverk leikbókmenntanna meðfram því að halda jól með fjölskyldunni. 15. desember 2017 15:00