Bitcoin tekur skarpa dýfu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2017 05:00 Bitcoin er ekki til í föstu formi en svona gæti myntin litið út samkvæmt tölvunarfræðingnum Mike Caldwell. Nordicphotos/AFP Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá. Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar. Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar. Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. Var eitt Bitcoin í gær 9.600 dala virði samanborið við 11.434 dali á miðvikudaginn en Bitcoin hafði aldrei verið verðmætara en þá. Virði Bitcoin hefur samt sem áður aukist gríðarlega frá áramótum en eitt Bitcoin var um þúsund dala virði í upphafi árs. Ýmsir fjárfestar hafa því grætt mikið á uppgangi þessarar rafrænu myntar. Í viðtali við BBC í gær sagði hagfræðiprófessorinn Garrick Hileman að þar sem Bitcoin væri eftirlitslaus mynt og þar sem færri sýsluðu með hana væru sveiflur sem þessar venjulegar. Neil Wilson hjá greiningardeild ETX í Lundúnum sagði viðskipti gærdagsins mestu rússíbanareið sem hann hefði séð. Stór ástæða fyrir þessum sveiflum væri hve fjárfestarnir væru fáir og hefðu þar að auki litla sem enga reynslu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira