Brasilískur draumur og þýsk martröð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2017 09:00 Ísland - Brasilía á HM? Já, takk. Vísir/Getty Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Augu knattspyrnuheimsins verða á Moskvu í dag en þá verður dregið í riðla fyrir HM í Rússlandi sem fer þar fram næsta sumar. Eins og hvert mannsbarn veit, að minnsta kosti hér á landi, verður Ísland á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinnSjá einnig: Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Spennan hér á landi er því mikil, eins og víða annars staðar. Til gamans hefur íþróttadeild Vísis stillt upp tveimur riðlum - draumariðlinum og martraðariðlinum en þá má einnig sjá fyrir neðan hvaða riðill er óskaniðurstaða lesenda Vísis, samkvæmt niðurstöðu könnunar sem gerð var í gær.Lesendur Vísis Rússland Perú Ísland Sádi-Arabía Þetta er líklega sá riðill sem hvað auðveldast væri að komast upp úr og í 16 liða úrslitin, enda Rússar langlægst skrifaða liðið úr fyrsta styrkleikaflokki. Raunar er Rússland neðst af öllum HM-þjóðunum á styrkleikalista FIFA en vegna stöðu liðsins sem gestgjafi fær það sæti í fyrsta styrkleikaflokki líkt og venjan er. Perú er sterkt lið úr Suður-Ameríku en það er langt síðan að liðið komst á HM síðast og sjálfsagt telja margir lesenda Vísis að Ísland eigi hvað mestan möguleika að leggja það að velli af þeim liðum sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Sádí-Arabía er svo neðsta liðið úr fjórða flokknum og því eðlilegt val lesenda.Draumariðill Brasilía England Ísland Panama Sameinar það besta úr báðum heimum – að mæta skemmtilegum liðum og eiga möguleika á sæti í 16 liða úrslitunum. Hvern hefur ekki dreymt um að spila við Brasilíu á HM? Um það þarf vart að fjölyrða hversu stór stund það yrði. Englendinga höfum við unnið áður og er vel hægt að endurtaka þann leik. Það eru svo endalausir möguleikar á orðagríni með Panama-skjölin fyrir þann leik.Martraðariðill Þýskaland Kólumbía Ísland Nígería Þetta er erfiður riðill, svo vægt sé til orða tekið. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar og virðast einfaldlega ósigrandi á stórmóti. Þá eru Kólumbíumenn ávallt sterkir. Nígería er svo líklega sterkasta liðið sem hægt væri að fá úr fjórða styrkleikaflokki.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00 Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00
Ísland lukkuþjóð Brassa á HM Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar. 30. nóvember 2017 06:00
Heimir: Alveg sama hvaða lið við fáum Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, á sér enga óskamótherja þegar dregið verður í riðla á HM 2018 á morgun. 30. nóvember 2017 19:44