Aron Einar: Hver myndi ekki vilja upplifa þetta? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2017 16:36 Aron Einar og félagar fengu ekki léttasta riðilinn. vísir/hanna Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í hálfgerðu spennufalli þegar hann ræddi við Vísi eftir dráttinn í riðla á HM 2018.Íslenska liðið lenti í afar erfiðum riðli, með Argentínu, Króatíu og Nígeríu. „Þetta er ekkert auðveldasti riðilinn,“ sagði Aron Einar. „Það hefur alltaf verið draumur að mæta þessum alvöru þjóðum sem við höfum aldrei fengið tækifæri til að spila við. Þetta verður upplifun en við höfum engu að tapa. Þetta verður gífurlega erfitt, frábær lið og það verður erfitt að komast upp úr riðlinum.“ Það er óhætt að segja að Ísland hafi lent í sannkölluðum dauðariðli. „Við þekkjum Króatíu vel og vitum hvað þeir geta. Við höfum ekki náð frábærum úrslitum á móti þeim, þótt síðasti leikur hafi verið mjög góður. Þetta verður úrslitaleikur, sá síðasti í riðlinum,“ sagði Aron Einar. „Svo er þetta Argentína með Messi og ég veit ekki hverja í framlínunni. Nígería er ekki best skipulagða liðið en með sterka einstaklinga. Við þurfum að hafa mikið fyrir að vinna þá. Þetta er dauðariðill en við höfum trú á okkur og ætlum upp úr riðlinum.“ Aron Einar leiðir íslenska liðið út á Otkrytiye Arena í Moskvu 16. júní á næsta ári og heilsar sjálfum Lionel Messi fyrir leik. „Hver myndi ekki vilja upplifa það? Þetta verður veisla, að byrja á móti Argentínu. Þetta er virkilega spennandi,“ sagði Aron Einar. En hefði hann vilja fá viðráðanlegri andstæðinga, allavega á pappírnum? „Já, hverju átti maður að óska eftir? Það eru líka góð lið í 4. styrkleikaflokki þótt Nígería sé eitt af þeim bestu,“ sagði Aron Einar sem horfði á HM-dráttinn í sófanum heima í Cardiff.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30 Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22 Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44 Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45 Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30 Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ Sjá meira
Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Ísland verður næsta sumar í fyrsta sinn á stærsta sviði fótboltans þegar liðið keppir á heimsmeistaramótinu í Rússlandi en þar gætu strákarnir okkar spilað við þjóðir í fyrsta sinn í sögu íslenska landsliðsins. Leikur á móti Lionel Messi og félögum yrði sögulegur. 1. desember 2017 06:30
Fjölmiðlar í Argentínu: Lítið land, mikill leyndardómur Argentínumenn eru áhugasamir um okkar menn sem verða fyrsti andstæðingur þeirra á HM í Rússlandi. 1. desember 2017 16:22
Leikir Íslands spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don Leikir Íslands á HM í Rússlandi verða spilaðir í Moskvu, Volgograd og Rostov-on-Don. Þetta varð ljóst eftir að Ísland var dregið úr pottinum í Moskvu rétt í þessu. 1. desember 2017 15:44
Sala á HM-pakkaferðum hefst „eins fljótt og hægt er“ eftir dráttinn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir stefna í að pakkaferðirnar fari í sölu í kvöld. Það sé planið. 1. desember 2017 09:45
Svona var HM-dagurinn | Vísir fylgdist vel með Vísir fylgist vel með í allan dag þegar dregið var í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. 1. desember 2017 16:30
Twitter-samfélagið um HM-dráttinn: Passa leikmann númer 10 Ísland verður með Argentínu, Króatíu og Nígeríu í riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. 1. desember 2017 16:05