Fótbolti

Henson frumsýndi nýja landsliðstreyju

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henson kynnti nýja landsliðstreyju sína að Hlíðarenda í dag eftir að riðill Íslands var kominn á hreint, en dregið var í riðla nú síðdegis.

Marteinn Geirsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins, frumsýndi treyjuna.

„Þetta er falleg treyja á fínu verði. Skírskotar til Rússlands, turnarnir í Moskvu og skjaldamerkið annars staðar, og svo þessi sögulega staðreynd að við erum minnsta þjóðin sem náð hefur þessum stórkostlega árangri,“ sagði Halldór Einarsson við afhjúpun treyjunnar.

Ekki er búist við að Errea opinberi treyjuna sem íslensku strákarnir munu klæðast í Rússlandi fyrr en í mars á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×