Rómantískt að fá Argentínu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. desember 2017 06:00 Goðsögnin steinrunnin Diego Maradona lætur sér fátt um finna þegar Cafu, fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu frá HM 2002, dregur nafn Íslands úr pottinum, fyrsta andstæðings Argentínu á HM í sumar. Vísir/Getty Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Argentína, Króatía, Nígería. Þessar stóru fótboltaþjóðir verða mótherjar Íslands í D-riðli á HM í Rússlandi á næsta ári. Það er því óhætt að segja íslenska liðið fær því alvöru eldskírn á stærsta sviði fótboltans næsta sumar. „Ég er bara jákvæður. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt, sama hvaða lið kæmu upp úr pottinum. Það er ákveðin rómantík að fá Argentínu í fyrsta leik í lokakeppni HM. Það er líka gaman að fá Afríkuþjóð en hundleiðinlegt að fá Króatíu. Við erum komnir með þokkalegan leiða á þeim,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir dráttinn í Kreml í gær. „Við erum bara glaðir með þennan drátt og hlökkum til,“ bætti Heimir við. Ísland hefur aldrei mætt Argentínu áður. Það verður því stór stund fyrir strákana okkar að mæta snillingum eins og Lionel Messi sem er á leið á sitt fjórða heimsmeistaramót. Heimir er hvergi banginn enda hefur íslenska liðið mætt hinum ýmsu stórstjörnum á síðustu árum. „Við höfum gert það síðustu ár. Við höfum spilað á móti [Cristiano] Ronaldo, Zlatan [Ibrahimovic] og [Arjen] Robben. Okkur hefur gengið ágætlega á móti bestu leikmönnum í heimi. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn segir að Ísland hafi verið heppið með riðil út frá staðsetningu. Íslenska liðið verður með aðsetur við Svartahafið á meðan á HM stendur. „Ég veit að Íslendingar eru örugglega byrjaðir að bóka flug í hrönnum. Það er bara gaman. Það er líka skemmtilegt að það er enginn tímamismunur á milli leikvanga og stutt á milli þeirra. Þetta er góður riðill að því leyti til,“ sagði Heimir en Ísland spilar leiki sína í riðlakeppninni í Moskvu, Volgograd og Rostov. Heimir Hallgrímsson var að sjálfsögðu viðstaddur dráttinn í Kreml ásamt fulltrúum KSÍ. En hvernig var upplifunin? „Þetta er svolítið stórt, eins og gefur að skilja. Rússarnir vanda sig vel og það er ótrúlega mikil ásókn og mikið um fjölmiðla,“ sagði Heimir. „Þetta er miklu stærra en nokkurn tímann í kringum EM. Það er bara eðlilegt. Hér er allur heimurinn að fylgjast með og allar stærstu stjörnurnar í kringum okkur. Það er gaman að vera þátttakendur í þessu og mikill heiður fyrir okkur og íslenskan fótbolta.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira