Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. desember 2017 19:15 Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarið fjallað um vanda heimilislausra í Reykjavík en samkvæmt úttekt velferðarsviðs frá því í júní eru 349 einstaklingar utangarðs eða á götunni og hefur þeim fjölgað mikið á liðnum árum. Borgin hefur í haust keypt 144 íbúðir sem heimilislausir einstaklingar ættu að flutt inn í mjög fljótlega. Þær verða þó einungis tímabundið úrræði á meðan unnið er að uppbyggingu fleiri félagslegra íbúða. „Það er verið að standsetja íbúðirnar og þær fyrstu eru að koma til úthlutunar þessar vikurnar. Víðinesið fer að verað klárt líka, þannig það er bara spurning um daga og vikur," segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Um fjórtán gistirými verða á Víðinesi en það er einungis neyðarúrræði sem verður í boði á meðan leitað er að varanlegu húsnæði. Borgarstjóri hefur kallað önnur sveitarfélög til ábyrgðar og sagt nauðsynlegt að fjölga félagslegum íbúðum víðar en í borginni. Að sögn bæjarstjóra Mosfellsbæjar stendur til að fjölga þeim um 10% á næsta ári og bæjarstjóri Hafnafjarðar segir að bærinn stefni að því að verja 500 milljónum árlega til ársins 2020 til kaupa á félagslegu húsnæði. Í Kópavogi verður á föstudag opnað nýtt heimili fyrir fólk sem býr á götunni þegar fyrsti íbúinn mun flytja inn í átta til níu herbergja húsnæði. Heimilið er ætlað fyrir fólk sem getur ekki verið í félagslegum íbúðum. Þar má fólkið búa í þrjú ár og fá á meðan aðstoð frá ráðgjöfum. Vonir standa til þess að fólkið verði þá hæft til að færa sig í hefðbundnar félagslegar íbúðir. „Ég lít svo á að bæjaryfirvöld séu í ákveðinni vegferð í þessum málum af því allir gera sér grein fyrir því að það er talsvert af fólki sem á í húsnæðislegum erfiðleikum og þarf á þessari þjónustu að halda," segir Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs. Húsnæðið kostaði 100 milljónir króna og er áætlaður árlegur rekstrarkostnaður um 35 milljónir króna. Íbúarnir koma úr ýmsum aðstæðum; sumir búa nú hjá vinum eða ættingjum, en aðrir eru að koma úr meðferð eða fangelsi.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira