Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. desember 2017 21:17 Tony Blair var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1997-2007. Vísir/Getty Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“ Brexit Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Hann telur að kjósendur eigi skilið aðra þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að nú sé ljóst að ákveðin kosningaloforð hafi verið lygi. Þetta sagði Blair í viðtali við þáttinn The World This Weekend á BBC Radio 4 í dag. Blair segir að ástandið á bresku heilbrigðisþjónustunni sé til skammar og að ljóst sé að ekki standi til að standa við loforð um töluverða aukningu fjármagns til heilbrigðismála. „Þegar staðreyndir breytast, þá finnst mér fólk eiga rétt á því að skipta um skoðun,“ segir Blair. Blair hefur ávallt verið andsnúinn því að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Aðspurður um hvort markmið hans sé að koma alfarið í veg fyrir Brexit viðurkennir hann að svo sé. „Mín trú er sú að þegar allt kemur til alls, þegar þjóðin sér þetta nýja samband þá mun fólk átta sig á því að þetta mun annað hvort skaða landið mikið eða með útgöngu úr ESB, útgöngu úr sameinuðum markaði, munum við á einhvern hátt reyna að endurskapa kosti þess á öðrum vettvangi. Þá tel ég að margir muni hugsa með sér „hver er tilgangurinn?“,“ segir BlairVilji þjóðarinnar ekki óbreytilegur Hann segist ekki sammála því að ný atkvæðagreiðsla muni fara gegn vilja þjóðarinnar. „Vilji þjóðarinnar er ekki óbreytilegur. Fólk getur skipt um skoðun með breyttum aðstæðum.“ „Margir kusu með Brexit á þeim grundvelli að ef þú ferð út úr Evrópu þá mun allur peningurinn koma til baka og við getum varið honum í heilbrigðisþjónustu. Það var mjög sértækt loforð,“ segir hann. „Nú er orðið mjög ljóst að ég tel að í fyrsta lagi er ekki til neinn auka peningur fyrir heilbrigðisþjónustuna vegna Brexit og í öðru lagi munum við í raun borga minna til heilbrigðisþjónustunnar, en ekki meira, vegna þess að hagvöxtur fer minnkandi og svo erum við komin með risareikning frá Evrópusambandinu.“
Brexit Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira