Vanmátu uppgang WOW air og annarra lággjaldaflugfélaga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2017 16:46 KLM er elsta flugfélag heimsins, stofnað árið 1919. Vísir/Getty Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér. Fréttir af flugi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forstjóri KLM, elsta starfandi flugfélags heims, segir að stóru flugfélögin í heiminum hafi vanmetið uppgang og áhrif lággjaldaflugfélaga á borð við WOW Air og Air Asia. Hann segir að stóru flugfélögin hafi hunsað þessu flugfélög á allt að því hrokafullan hátt. Peter Elbers tók við sem forstjóri KLM árið 2014 og í viðtali við Business Insider segir hann að lággjaldaflugfélögin hafi náð undaverðum árangri á skömmum tíma, ekki síst í Evrópu. „Mín skoðun er sú að á fyrsta áratug tilvistar þessarra lággjaldaflugfélaga hafi stór flugfélög á borð við okkar vanmetið, hunsað, jafnvel á hrokafullan hátt, ris þessara flugfélaga,“ segir Elbers. Bendir hann á þessi flugfélög hafi gjörbreytt landslagi flugfélaga í Evrópu og tekið stærri bita af kökunni en nokkur hafi getað ímyndað sér. „Við sjáum að markaðshlutdeild lággjaldaflugfélaganna er 42-45 prósent alls flugs í Evrópu, sem er mun stærri hlutur en í Bandaríkjunum,“ segir Elbers. KLM, líkt og önnur flugfélög, hafi því þurft að bregðast við með róttækum hætti. Í tilfelli KLM hafi verið tekin ákvörðun um að verja flugleiðir félagsins í Evrópu. „Við höfum því lækkað kostnað hjá okkur og aukið nýtingu flugflotans. Við erum búin að breyta tilboðum okkar á um 60 prósent af flugleiðum okkar í Evrópu, það eru um 80 áfangastaðir. Við erum komin með þrep þar sem við getum keppt við lággjaldaflugfélögin í verði,“ segir Elbers en viðtalið við hann má lesa hér.
Fréttir af flugi Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira