Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 23:59 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax. Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax.
Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Sjá meira
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28