Egill skammast sín fyrir pistlaskrifin og segist hafa þroskast: „Hver djöfullinn var að mér?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:10 Egill Einarsson segir að hann hafi þroskast. Vísir/GVA Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00