Leikmenn Spartak hefðu betur stundað smá bólfimi fyrir leikinn í gær Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. desember 2017 14:00 Quincy Promes, leikmaður Spartak, og Victoria Gameeva, læknir liðsins. mynd/instagram Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Spartak Moskva gerði heiðarlega tilraun til að komast í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi en til þess þurfti það að vinna Liverpool á Anfield. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki, eins og flestir vita, en lærisveinar Jürgens Klopps fóru gjörsamlega hamförum og unnu leikinn, 7-0. Dagskrá var í raun lokið eftir 19 mínútur þegar að staðan var orðin 3-0. Spartak notaði öll brögðin í bókinni til að undirbúa sig sem best fyrir leikinn, en leik menn liðsins máttu til dæmis ekki stunda kynlíf fyrir leik í gær.Victoria Gameeva, læknir Spartak-liðsins, bannaði alla bólfimi áður en þessi mikilvægi leikur hófst, en í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð sagði hún: „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði virkar sú örvun að stunda kynlíf fyrir kappleik aðeins á konur. Í blönduðum bardagalistum gæti kona stundað kynlíf fimm til tíu mínútum fyrir bardaga og náð betri úrslitum. Þetta virkar öfugt á karlmenn. Þeir ættu að forðast kynlíf tveimur til þremur dögum fyrir fótboltaleiki.“ Það efast enginn um orð læknisins enda hefur þetta margsinnis verið rannsakað og hefur Ronda Rousey, UFC-stjarna, oft talað um að hún stundar mikið kynlíf áður en hún fer inn í hringinn. Þetta virkaði þó sannarlega ekki fyrir leikmenn Spartak í gær og spurning hvort þeir hefðu átt að láta ráð Gameevu sem vind um eyru þjóta fyrir þennan leik þar sem þeir fengu vænan rassskell.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30 Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00 Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00 Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Þessum geta United, Liverpool og hin ensku liðin mætt í 16 liða úrslitum Ensku félögin fimm geta ekki mætt hvort öðru í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 7. desember 2017 08:30
Keane: Liverpool ekki unnið neinn enn þá Eftir stórsigur Liverpool á Spartak Moskvu í gærkvöld keppast menn við að hrósa Jurgen Klopp og hans mönnum fyrir frammistöðu sína. Einn maður er þó ekki á þeim vagninum, en Roy Keane sagði Liverpool ekki hafa unnið neinn enn. 7. desember 2017 13:00
Markaveisla hjá Liverpool og fyrsta tap Manchester City | Úrslitin í Meistaradeildinni Liverpool komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en þar hefur liðið ekki verið undanfarin níu ár. 6. desember 2017 22:00
Sjáðu sjö mörk Liverpool og öll hin mörk kvöldsins úr Meistaradeildinni Það voru skoruðu 33 mörk í Meistaradeildinni í kvöld sem þýðir að í fyrsta sinn voru skoruð meira en þrjú hunduð mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. 6. desember 2017 22:30