Nákvæmustu loftslagslíkönin spá verstu afleiðingunum Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 14:44 Loftslagslíkön líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands og sólargeisla sem saman stjórna loftslagi jarðarinnar. Vísir/AFP Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill. Loftslagsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Hermilíkön sem ná best að fanga núverandi aðstæður í loftslagi jarðar eru einnig þau sem gera sýna mesta hlýnun með áframhaldandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum. Þetta er niðurstaða nýrrari tölfræðilegrar rannsóknar á loftslagslíkönum. Loftslagsvísindamenn nota hermilíkön til að meta hvaða áhrif aukinn styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar gæti haft á meðalhita jarðar í framtíðinni. Líkönin líkja eftir samspili lofthjúpsins, hafanna, lands, íss og geislunar sólar með flóknum stærðfræðilegum aðferðum. Í rannsókn sem birtist í vísindaritinu Nature í gær skoðuðu vísindamenn hvaða líkön næðu best að líkja eftir þeim aðstæðum sem nú eru fyrir hendi ofarlega í lofthjúpi jarðar. Niðurstaða þeirra var að nákvæmari líkönin um þetta gerði ráð fyrir meiri hlýnun í framtíðinni en þau sem ná verr að líkja eftir núverandi aðstæðum, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Nákvæmari líkönin sýndu um 15% meiri hlýnun en hin miðað við áframhaldandi mikla losun gróðurhúsalofttegunda, um 4,8°C fyrir lok þessarar aldar á móti 4,3°C. Patrick Brown frá Carnegie-vísindastofnun Stanford-háskóla og annar höfundur rannsóknarinnar segir að niðurstöðurnar gætu þýtt að menn þyrftu að draga enn meira úr losun á gróðurhúsalofttegundum ef þeir ætla sér að ná markmiðum um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um.Óvissa um ský það sem skilur á milli Aðrir vísindamenn sem Washington Post ræddi við um rannsóknina töldu hana áhugaverða en að niðurstöður hennar væru ekki afgerandi. Óvissa um áhrif skýja á loftslagið er sögð það sem skilur á milli líkananna. Ský hafa bæði áhrif til hlýnunar og kólnunar loftslagsins. Annars vegar kæla þau yfirborð jarðar með því að endurvarpa sólargeislum aftur í geim en á hinn bóginn valda þau hlýnun með því að halda inni varmageislun nærri yfirborðinu. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að líkja eftir hegðun skýja í hermilíkönum. Þau geta engu að síður haft mikil áhrif á svörun loftslagsins við hnattrænni hlýnun. Michael Winton, loftslagslíkanasmiður hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA), segir að skýin séu veikur hlekkur í loftslagslíkönum. Ben Sanderson, loftslagsvísindamaður frá Loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna, bendir á að áhrifin sem fundust í rannsókninni séu mögulega ekki raunveruleg enda byggi líkönin sem voru skoðuð mörg á sameiginlegum grunni. „Þessari nálgun er ætlað að finna tengsl á milli framtíðarhitastigs og athugana sem við gerum í dag. Vandamálið er að við erum ekki með nógu mörg líkön til að álykta að tengslin séu áreiðanleg,“ segir Sanderson. Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA sem heldur utan um hitastigstölur, bendir á að loftslagslíkön framtíðarinnar gætu eytt muninum sem sést í rannsókninni nú. Þá sé munurinn á framtíðarhita sem ólík líkön spá tiltölulega lítill.
Loftslagsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“