Björk vann World Touring Car Championship Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 10:57 Björk fagnar titli sínum eftir lokakeppnina í Qatar. Já, hann heitir Björk, reyndar Thed Björk og á líklega fátt sameigilegt með hinni ástsælu söngkona okkar Íslendinga, Björk Guðmundsdóttur. Björk er sænskur keppnisökumaður og hann vann á dögunum WTCC keppnisröðina, eða World Touring Car Championship en í þeirri keppnisröð er keppt 20 sinnum á hverju tímabili á 10 keppnisstöðum í jafn mörgum löndum. Tvær keppnir fara semsagt fram á hverjum keppnisstað og hafði Björk sigur í tveimur þeirra en sýndi mjög stöðugan akstur og var oftast á meðal efstu manna. Hann safnaði 283,5 stigum á nýliðnu keppnistímabili, en næsti keppandi á eftir honum náði 255 stigum en það var Norbert Michelisz frá Ungverjalandi. Björk er fyrsti Svíinn sem hefur sigur í WTCC keppnisröðinni, en Björk ók á Volvo S60 Polestar touring bíl fyrir liðið Cyan Racing. Cyan Racing hafði einnig sigur í ár meðal keppnisliða. Á flestum þekktum bílavefjum heimsins sem greint hafa frá sigri Björk í WTCC er mikið gantast með það að sigurvegarinn í ár heiti sama nafni og Björk okkar Guðmundsdóttir og sýnir það best hversu þekkt nafn hún er í tónlistarheiminum.Keppnisbíll Björk í WTCC. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent
Já, hann heitir Björk, reyndar Thed Björk og á líklega fátt sameigilegt með hinni ástsælu söngkona okkar Íslendinga, Björk Guðmundsdóttur. Björk er sænskur keppnisökumaður og hann vann á dögunum WTCC keppnisröðina, eða World Touring Car Championship en í þeirri keppnisröð er keppt 20 sinnum á hverju tímabili á 10 keppnisstöðum í jafn mörgum löndum. Tvær keppnir fara semsagt fram á hverjum keppnisstað og hafði Björk sigur í tveimur þeirra en sýndi mjög stöðugan akstur og var oftast á meðal efstu manna. Hann safnaði 283,5 stigum á nýliðnu keppnistímabili, en næsti keppandi á eftir honum náði 255 stigum en það var Norbert Michelisz frá Ungverjalandi. Björk er fyrsti Svíinn sem hefur sigur í WTCC keppnisröðinni, en Björk ók á Volvo S60 Polestar touring bíl fyrir liðið Cyan Racing. Cyan Racing hafði einnig sigur í ár meðal keppnisliða. Á flestum þekktum bílavefjum heimsins sem greint hafa frá sigri Björk í WTCC er mikið gantast með það að sigurvegarinn í ár heiti sama nafni og Björk okkar Guðmundsdóttir og sýnir það best hversu þekkt nafn hún er í tónlistarheiminum.Keppnisbíll Björk í WTCC.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent