Skóli fyrir alla Sara Dögg Svanhildarddóttir skrifar 8. desember 2017 11:50 Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun fyrir alla eða skóli án aðgreiningar er eitt af stóru viðfangsefnum þeirra sem starfa við menntakerfið okkar þessi misserin. Sameiginlegur skilningur á viðfangsefninu er eitt af því sem þarf að nást niðurstaða um og síðan í framhaldi að vinna að úrbótum í samræmi við niðurstöðu úttektar á stöðu íslenska menntakerfisins gagnvart stefnunni um skóla án aðgreiningar eða menntun fyrir alla. Börn og ungmenni með þroskafrávik er einn hópur sem þarf að taka mið af þegar unnið er að menntun fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Til þess að mæta þeim börnum hafa sérskólar og sérdeildir ýmiss konar verið hluti af skólaþjónustunni. Ýmist er slegið í eða úr um ágæti tilvistar slíkrar þjónustu. En víst er að á meðan almenna skólakerfið nær ekki betur utan um verkefnið að veita öllum menntun við hæfi þá er nauðsyn annarra leiða afar mikilvæg og dýrmæt hverjum þeim nemanda og fjölskyldum þeirra sem slíka þjónustu fá. Við viljum öll gera betur og almennt vitum við að hópur barna og ungmenna er ekki að fá þá þjónustu sem skyldi. Því skiptir ekki bara máli að grípa þau tækifæri sem skapast í samfélaginu til að gera betur fyrir börn og ungmenni heldur skapast af því samfélagslegur ávinningur fyrir alla sem koma að þeim börnum og ungmennum, fyrir foreldra, fyrir börnin sjálf, og fyrir samfélagið allt. Hópur fagfólks og foreldrar fatlaðra barna hefur tekið sig saman og sett á laggirnar sérskóla fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri með þroskafrávik sem hlotið hefur nafnið Arnarskóli. Hugmyndafræðin byggir á því að mæta barni og fjölskyldu með heildstæða þjónustu þar sem þarfir barnsins eru í forgrunni í gegnum allt starf skólans. Starfið byggir á atferlisíhlutun þar sem unnið er einstaklingslega með hverju barni. Skóladagur og frístund fléttast saman og þarfir barnsins stýra því hvernig vinnudagur barnsins raðast frá degi til dags. Börn með þroskafrávik hafa ólíkar þarfir eins og önnur börn en eru þó að öllu jöfnu viðkvæmari fyrir þáttum eins og svefnröskunum, álagi heima fyrir og almennt allri breytingu á daglegri rútínu. Því brennum við í Arnarskóla fyrir því að geta boðið upp á val um skóla. Skóla sem mætir þessum börnum sérstaklega með nýju stefi þar sem allir virkir dagar ársins eru undir í skóladagatali sem og einstaklingsáætlun hvers barns. Allt skipulag er unnið út frá óskum og þörfum nemandans og aðstandendum hans. Sérstaða Arnarskóla er mikil ekki bara faglega heldur ekki síður rekstrarlega. Þar sem Arnarskóli er sérskóli gefur það augaleið að börnin sem sækja skólann eru að koma frá mörgum sveitarfélögum. Því er það ekki skuldbinding neins eins sveitarfélags að tryggja nemendafjölda frá sínu sveitarfélagi né fjármagn, nema þá með þeim börnum sem frá þeim koma. En það er hins vegar á hendi sveitarfélags að veita skóla eins og Arnarskóla starfsleyfi. Arnarskóli býður sveitarfélögum tækifæri til þess að bjóða foreldrum barna með þroskafrávik að hafa raunverulegt val um skólagöngu barnsins síns. Arnarskóli er nýtt stef í menntasögunni og skilar ávinningi fyrir alla sem hann velja og eða styðja. Því hvetjum við sem störfum við Arnarskóla allt fólk í forsvari menntamála allra sveitarfélaga að kynna sér starfsemina og hugsa til framtíðar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar