Styrkja viðgerð Flateyjarbókar um fimm milljónir Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2017 14:48 Ríkisstjórn Íslands fundaði í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að styrkja Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um fimm milljónir króna til að ráðast í brýna viðgerð á Flateyjarbók. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Flateyjarbók sé stærst allra íslenskra miðaldahandrita, 225 kálfskinnsblöð og ríkulega myndskreytt. „Í formála hennar segir m.a. að bókina hafi átt höfðinginn Jón Hákonarson í Víðidalstungu og að hana hafi ritað Jón prestur Þórðarson og Magnús prestur Þórhallsson. Bókin komst í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti árið 1647 og níu árum síðar, 1656, sendi biskup Friðriki þriðja Danakonungi handritið. Fullar þrjár aldir var það einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn en kom aftur til Íslands árið 1971, í kjölfar lausnar handritamálsins svokallaða. Flateyjarbók var færð í nýtt band á átjándu öld sem nú þarfnast viðgerðar, en til stendur að sýna Flateyjarbók í nýju Húsi íslenskunnar sem rísa mun á Melunum innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.Styrkir alþjóðlega fornsagnaþingiðRíkisstjórnin ákvað sömuleiðis á fundi sínum að veita sex milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar alþjóðlega forsagnaþinginu sem haldið verður í Reykjavík og Reykholti, dagana 12.-17. ágúst 2018, á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Snorrastofu í Reykholti. Er þingið stærsta ráðstefna á sviði íslenskra miðaldabókmennta í heiminum. „Yfirskrift þingsins er Íslendinga sögur, en undir henni rúmast málstofur um hvaðeina sem snertir sögurnar, allt frá miðaldahandritum til myndasagna nútímans,“ segir í tilkynningu.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sjá meira