Flaug til Íslands til að sjá leikmann sem spilaði svo í níu mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:15 Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira