Danirnir segja Ísland vera með betra lið en Kólumbía, Sviss og Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er aðalstjarna liðsins hjá Dönunum og Ragnar Sigurðsson er líka nefndur. Vísir/Getty Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Danir verða eins og við Íslendingar í pottinum þegar dregið verður í riðli í úrslitakeppni HM í fótbolta en drátturinn fer fram á morgun í Kremlín höllinni í Moskvu. Danska ríkisstjórnvarpið, DR, hefur raðað öllum 32 þjóðunum í styrkleikaröð fyrir dráttinn. Danirnir segja þar að aðeins fjórtán þjóðir séu með betra landslið en Ísland en strákarnir okkar eru í fimmtánda sæti á lista DR. Sérfræðingar DR hafa auðvitað trú á sínu landsliði en Danir sjálfir eru í þrettánda sæti og því aðeins tveimur sætum ofar en við Íslendingar. Á milli Dana og Íslendinga eru Nígeríumenn og Króatarnir eru síðan þremur sætum ofar en íslenska landsliðið þrátt fyrir að Ísland hafi skilið þá eftir í öðru sæti riðilsins í undankeppninni. Meðal þjóða sem Danir telja að séu með slakara lið en Ísland eru Kólumbía, Sviss og Svíþjóð. Stærstu stjörnur íslenska liðsins að mati DR eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Bikir Bjarnason og Ragnar Sigurðsson. Íslenska liðið fær hrós fyrir að vinna riðil með sterkum knattspyrnuþjóðum eins og Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi og þá er rifjað upp þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi 2016. Styrkir liðsins eru hinsvegar ekki stjörnurnar heldur liðsheildin, samheldnin og stemmningin. „Ísland er í fyrsta sinn með á HM og eru Íslendinga mjög ánægðir með það. Liðið verður skeinuhættur mótherji fyrir allar þjóðir í lokakeppninni,“ segir í umfjölluninni um Ísland. DR hefur birt efstu 22 liðin á listanum sínum sem má sjá hér (10 til 19) og hér (20 til 32) en topplistinn er síðan hér fyrir neðan.Styrkleikaröð DR: (10. til 32. sæti) 10. sæti Úrúgvæ 11. sæti Mexíkó 12. sæti Króatía 13. sæti Danmörk 14. sæti Nígería 15. sæti Ísland 16. sæti Sviss 17. sæti Kólumbía 18. sæti Senegal 19. sæti Svíþjóð 20. sæti Marokkó 21. sæti Egyptaland 22. sæti Serbía 23. sæti Japan 24. sæti Kosta Ríka 25. sæti Íran 26. sæti Perú 27. sæti Túnis 28. sæti Suður-Kórea 29. sæti Sádí-Arabía 30. sæti Rússland 31. sæti Panama 32. sæti Ástralía
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira