NBA: Stephen Curry með sinn besta leik á tímabilinu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91 NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira
Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91
NBA Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Sjá meira