Washington Post: Krúttlegast að halda með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 10:00 Íslensku strákarnir fagna hér sæti á HM 2018. Vísir/Anton Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Hið virta bandaríska blað Washington Post gerði upp undankeppni HM í fótbolta og að sjálfsögðu fékk íslenska HM-ævintýrið stóran sess í uppgjöri blaðsins. Undankeppnin tók 980 daga og það tók næstum því 900 leiki til að finna út hvaða 31 þjóð fengi farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Fyrirsögnin hjá Washington Post er: „Ísland er inni, Ítalía er úti og allir hinir áhugaverðustu söguþræðirnir.“ „Fyrir þá sem búa í landi sem missti af HM þá er einn augljós og krúttlegur kostur þegar á að finna sér lið til að halda með: Ísland,“ segir í greininni. Blaðamaðurinn segir frá því að Ísland sé langfámennasta þjóðin í 88 ára sögu HM til að komast í úrslitakeppnina og að á Íslandi búi jafnmargir og í Corpus Christi í Texas-fylki. Þar kemur líka fram að þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið slær í gegn því liðið komst eins og allir vita í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 og sló meðal annars út enska landsliðið. Þá nefnir blaðamaðurinn sérstaklega þá staðreynd að íslenska liðið hafi gert betur í sínum riðli en sterkar knattspyrnuþjóðir eins og Króatía, Úkraína og Tyrkland. „Sama hvað gerist næsta sumar þá er arfleifð íslenska landsliðsins tryggð. Ekki aðeins hafa þeir gefið litlum þjóðum von þá hafa Íslendingar kynnt heiminum fyrir Víkingaklappinu," skrifar Steven Goff, blaðamaður Washington Post. Í Peru og Panama fengu íbúar frídag daginn eftir að HM-sætið var tryggt þar sem allir fengu að halda upp á þetta mikla afrek. Það er afrek að komast á HM í fótbolta hvað þá fyrir litla 335 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi. Það var þó ekkert frí á Íslandi þótt að strákarnir hafi komist á HM á mánudagskvöldi. Steven Goff gerir mikið úr þessu afreki Íslendinga og það er ekki hægt að heyra annað en að hann verði einn af stuðningsmönnum íslensku strákanna á HM í Rússlandi næsta sumar. Það má lesa alla greinina hans með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti