Mitsubishi næst stærsta vörumerkið Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2017 15:46 Mitsubishi Outlander PHEV er sölustjarnan nú. Ekkert lát er á stórsókn Mitsubishi á íslenska bílamarkaðnum, en frá því að Hekla hóf að bjóða Íslendingum þessar frábæru japönsku bifreiðar á 100 ára afmælistilboði hefur ekkert lát orðið á vinsældum merkisins. Bara í þessum mánuði er Mitsubishi orðið næst stærsta vörumerkið á Íslandi, en 14,6% bíla sem seldir hafa verið í mánuðinum bera hið klassíska Mitsubishi merki. Átján Mitsubishi bílar seldust fyrri hluta nóvembermánaðar 2016 en á sama tíma í ár eru bílarnir orðnir 91 og stefnir í hreint og klárt sölumet áður en langt um líður. Ekkert annað bílamerki á íslenska markaðnum bætti við jafn mörgum kaupendum, sem segir alla söguna um þær miklu vinsældir sem vörumerkið nýtur sín á Íslandi. Sömu sögu er að segja af vistvæna markaðnum en þar er það Mitsubishi Outlander sem trónir á toppi listans og 508 hafa verið seldir það sem af er árs en Hekla hefur lagt mikla áherslu á vistvæna markaðinn og ekkert bílaumboð hefur jafn mörg vörumerki upp á bjóða eða fjölbreyttari línu. „Við erum himinlifandi yfir viðtökunum og viðbrögð Íslendinga við 100 ára afmælistilboðinu hafa verið ótrúleg. Kaupendur hafa verið duglegir að láta í sér heyra og spara hvergi lofið yfir nýju bílunum. Þegar staðan er svona getum við ekki annað en þakkað fyrir og haldið áfram á sömu braut,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent
Ekkert lát er á stórsókn Mitsubishi á íslenska bílamarkaðnum, en frá því að Hekla hóf að bjóða Íslendingum þessar frábæru japönsku bifreiðar á 100 ára afmælistilboði hefur ekkert lát orðið á vinsældum merkisins. Bara í þessum mánuði er Mitsubishi orðið næst stærsta vörumerkið á Íslandi, en 14,6% bíla sem seldir hafa verið í mánuðinum bera hið klassíska Mitsubishi merki. Átján Mitsubishi bílar seldust fyrri hluta nóvembermánaðar 2016 en á sama tíma í ár eru bílarnir orðnir 91 og stefnir í hreint og klárt sölumet áður en langt um líður. Ekkert annað bílamerki á íslenska markaðnum bætti við jafn mörgum kaupendum, sem segir alla söguna um þær miklu vinsældir sem vörumerkið nýtur sín á Íslandi. Sömu sögu er að segja af vistvæna markaðnum en þar er það Mitsubishi Outlander sem trónir á toppi listans og 508 hafa verið seldir það sem af er árs en Hekla hefur lagt mikla áherslu á vistvæna markaðinn og ekkert bílaumboð hefur jafn mörg vörumerki upp á bjóða eða fjölbreyttari línu. „Við erum himinlifandi yfir viðtökunum og viðbrögð Íslendinga við 100 ára afmælistilboðinu hafa verið ótrúleg. Kaupendur hafa verið duglegir að láta í sér heyra og spara hvergi lofið yfir nýju bílunum. Þegar staðan er svona getum við ekki annað en þakkað fyrir og haldið áfram á sömu braut,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent