Uber hyggst kaupa 24 þúsund sjálfkeyrandi Volvo bifreiðar Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 16:28 Volvo XC90. vísir/getty Alþjóðlega leigubílafyrirtækið Uber hefur í hyggju að kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar á árunum 2019-2021. Um er að ræða viðskipti sem gætu numið allt að 1,4 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hyggst kaupa bílana og bæta eigin skynjara við búnað bílsins. Markmiðið er síðan að bíllinn keyri sjálfur án manneskju undir stýri. Uber hefur staðið fyrir prufukeyrslum á 200 sjálfstýrðum bílum í Pittsburgh, San Francisco og Tempe, Arizona. Fyrir skömmu tilkynnti fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, að Waymo, sem einnig er í eigu þess fyrrnefnda, hefði tekist að koma á göturnar sjálfkeyrandi bílum í Phoenix í Arizona-ríki. Slíkt hefur aldrei tekist áður. Þróun bílanna er enn í gangi og er ekki hægt að taka til nota Volvo XC90 án þess að manneskja sitji undir stýri. Uber bindur þó vonir við að slíkt verði hægt í náinni framtíð. Samningur Volvo og Uber er ekki bindandi og felur það í sér að Uber getur nýtt sér framboð annarra bílaframleiðanda og Volvo selt bílana til annarra fyrirtækja en Uber. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðlega leigubílafyrirtækið Uber hefur í hyggju að kaupa 24 þúsund XC90 Volvo bifreiðar á árunum 2019-2021. Um er að ræða viðskipti sem gætu numið allt að 1,4 milljörðum Bandaríkjadala. Fyrirtækið hyggst kaupa bílana og bæta eigin skynjara við búnað bílsins. Markmiðið er síðan að bíllinn keyri sjálfur án manneskju undir stýri. Uber hefur staðið fyrir prufukeyrslum á 200 sjálfstýrðum bílum í Pittsburgh, San Francisco og Tempe, Arizona. Fyrir skömmu tilkynnti fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, að Waymo, sem einnig er í eigu þess fyrrnefnda, hefði tekist að koma á göturnar sjálfkeyrandi bílum í Phoenix í Arizona-ríki. Slíkt hefur aldrei tekist áður. Þróun bílanna er enn í gangi og er ekki hægt að taka til nota Volvo XC90 án þess að manneskja sitji undir stýri. Uber bindur þó vonir við að slíkt verði hægt í náinni framtíð. Samningur Volvo og Uber er ekki bindandi og felur það í sér að Uber getur nýtt sér framboð annarra bílaframleiðanda og Volvo selt bílana til annarra fyrirtækja en Uber.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira