Seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnir um afsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 19:45 Janet Yellen hefur verið seðlabankastjóri í fjögur ár. Trump ákvað að endurnýja ekki skipan hennar sem bankastjóra og fá frekar sinn mann í embættið. Vísir/AFP Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims. Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Janet Yellen, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að hún hygðist hætta störfum fyrir bankann þegar hún lætur af embættinu í byrjun febrúar. Donald Trump forseti tilnefndi repúblikanann Jerome Powell sem eftirmann Yellen en hún hefur stjórnað bankanum frá árinu 2014. Skipunartími Yellen hjá Seðlabanka Bandaríkjanna átti ekki að renna út fyrr en árið 2024. Endanlegt brotthvarf Yellen þýðir að fyrir utan Powell er aðeins einn stjórnarmaður bankans eftir sem skipaður var af Barack Obama, fyrrverandi forseta. Trump getur nú skipað varabankastjóra og þrjá stjórnarmenn til viðbótar. Hann hefur þegar tilnefnt í eina stjórnarstöðu hjá bankanum, að því er segir í frétt Politico. „Ég er feykilega stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og afar hæfum konum og körlum, sérstaklega forvera mínum í stóli bankastjóra, Ben S. Bernanke, en forysta hans í fjármálakreppunni og eftirleik þess var lykilþáttur í að reisa við stoðir fjármálakerfisins okkar og hagsæld efnahagslífsins,“ skrifar Yellen í afsagnarbréfi sínu. Powell, væntanlegur eftirmaður Yellen, hefur verið stjórnarmaður í Seðlabankanum en Obama skipaði hann árið 2012. Hann starfaði áður fyrir Carlyle Group, eitt stærsta fjárfestingafélag heims.
Tengdar fréttir Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Trump tilnefnir nýjan mann í stól seðlabankastjóra Jerome Powell verður að öllum líkindum arftaki Janet Yellen í stóli seðlabankastjóra Bandaríkjanna. 3. nóvember 2017 08:48