City-menn ósigraðir í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það tók Manchester City 89 mínútur að skora gegn Feyenoord í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fyrir leikinn var City búið að tryggja sig áfram í 16-liða úrslitin og Feyenoord átti ekki möguleika á því að komast þangað, og því lítið undir í leiknum.

Leikurinn einkenndist af því og var mjög dauft yfir honum. Hins vegar var ótrúlegt að City myndi fara af velli án þess að skora mark, og sá Raheem Sterling til þess að Pep Guardiola og hans menn færu með sigur.

Í hinum leik riðilsins mættust Napolí og Shakhtar Donetsk á Ítalíu. Þar fóru heimamenn með 3-0 sigur með mörkum frá Lorenzo Insigne, Piotr Zielinski og Dries Mertens.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira