Porsche Boxster fær allt að 494 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2017 15:09 Nýr öflugri Boxster er nú þegar kominn til prófana og til hans sást um daginn. Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche er nú unnið að útfærslu afar brautarhæfs Porsche Boxster bíls sem fá mun sömu 6 strokka vél og finna má í Porsche 911 GT3. Núverandi gerð Boxster er með 4 strokka og 2,5 lítra vél. Þessi öfluga gerð hans sem í bígerð er fengi 4,0 lítra 6 strokka vél í 430 til 494 hestafla útfærslum. Ekki er notast við forþjöppu með þessari 6 strokka vél, öndvert við 4 strokka vélarnar í hefðbundnum Boxster og Cayman bílum Porsche. Þessi nýja gerð Boxster mun bæði fást með 6 gíra beinskiptingu og 7 gíra PDK sjálfskiptingu. Ennfremur verður minna lagt í hljóðeinangrun bílsins og hugsanlegt er að hann verði einnig án hljóðkerfis og miðstöðvar, allt til að minnka vigt bílsins og gera hann með því brautarhæfari. Þá verður þessi öflugi Boxster ekki með rafdrifinni blæju heldur handvirkri, einnig til að minnka þungann. Gert er ráð fyrir að bíllinn verði kynntur á fyrri helmingi næsta árs.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent