Stuðningsmenn þurfa að vera á tánum til að ná sér í miða á HM Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 18:30 Glugginn fyrir Íslendinga til að kaupa sér miða á leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumer er 5. desember til 31. janúar. Í gær var greint frá því að gríðarleg aðsókn væri í miðana og að 98 prósent miða sem í boði væru hefðu nú þegar verið seldir.Sjá einnig:Gríðarleg aðsókn í miða á HM í RússlandiHjörtur Hjartarson heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í dag og sagði hún að íslenskir stuðningsmenn þyrftu ekki að missa alla von enn, þessi 98 prósent hafi bara átt við þann hluta miða sem eru í boði í núverandi miðasöluglugga. Miðasalan fer fram í nokkrum hlutum og er annar hluti hennar opinn núna. Besti glugginn til miðakaupa fyrir íslenska stuðningsmenn er þó ekki opinn enn, en hann er frá 5. desember til 31. janúar. Í þessum glugga er hægt að sækja um miða á leiki Íslands, án þess að vita hvar þeir eru spilaðir eða á móti hverjum. Það verður dregið í riðla 1. desember næstkomandi og því geta stuðningsmenn verið betur upplýstir um leikina sem þeir eru að kaupa miða á. Fyrirkomulagið er þó þannig að ekki er verið að kaupa miða, heldur sækja um þá. Stuðningsmenn sækja um hvaða leiki þeir vilja kaupa miða á. Þegar glugganum líkur þá er tekið saman hvort fjöldi umsókna sé meiri en fjöldi miða í boði. Ef svo er er dregið um það hver fær miða. Ef ekki fá allir miða sem sóttu um. Ekki skiptir máli hvort sótt sé um miða 6. desember eða 30. janúar, allir eiga jafn mikinn séns á því að fá miða. Fjöldi miða sem er í boði fyrir íslenska stuðningsmenn er 8 prósent af þeim miðum sem eru í sölu á hverjum leik fyrir sig. Fari svo að Ísland spili á einum af minni leikvöngunum gæti miðafjöldinn því orðið ekki nema 2500 miðar. Klara vildi einnig ítreka það að aðeins þeir miðar sem keyptir eru í gegnum fifa.com eru gildir inn á leikvangana. Komist upp um miðakaup í gegnum þriðja aðila þá verða þeir miðar ógildir. Einnig má ekki skipta um nafn á keyptum miðum. Spjall Hjartar og Klöru í heildina má hlusta á í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Glugginn fyrir Íslendinga til að kaupa sér miða á leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumer er 5. desember til 31. janúar. Í gær var greint frá því að gríðarleg aðsókn væri í miðana og að 98 prósent miða sem í boði væru hefðu nú þegar verið seldir.Sjá einnig:Gríðarleg aðsókn í miða á HM í RússlandiHjörtur Hjartarson heyrði í Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í dag og sagði hún að íslenskir stuðningsmenn þyrftu ekki að missa alla von enn, þessi 98 prósent hafi bara átt við þann hluta miða sem eru í boði í núverandi miðasöluglugga. Miðasalan fer fram í nokkrum hlutum og er annar hluti hennar opinn núna. Besti glugginn til miðakaupa fyrir íslenska stuðningsmenn er þó ekki opinn enn, en hann er frá 5. desember til 31. janúar. Í þessum glugga er hægt að sækja um miða á leiki Íslands, án þess að vita hvar þeir eru spilaðir eða á móti hverjum. Það verður dregið í riðla 1. desember næstkomandi og því geta stuðningsmenn verið betur upplýstir um leikina sem þeir eru að kaupa miða á. Fyrirkomulagið er þó þannig að ekki er verið að kaupa miða, heldur sækja um þá. Stuðningsmenn sækja um hvaða leiki þeir vilja kaupa miða á. Þegar glugganum líkur þá er tekið saman hvort fjöldi umsókna sé meiri en fjöldi miða í boði. Ef svo er er dregið um það hver fær miða. Ef ekki fá allir miða sem sóttu um. Ekki skiptir máli hvort sótt sé um miða 6. desember eða 30. janúar, allir eiga jafn mikinn séns á því að fá miða. Fjöldi miða sem er í boði fyrir íslenska stuðningsmenn er 8 prósent af þeim miðum sem eru í sölu á hverjum leik fyrir sig. Fari svo að Ísland spili á einum af minni leikvöngunum gæti miðafjöldinn því orðið ekki nema 2500 miðar. Klara vildi einnig ítreka það að aðeins þeir miðar sem keyptir eru í gegnum fifa.com eru gildir inn á leikvangana. Komist upp um miðakaup í gegnum þriðja aðila þá verða þeir miðar ógildir. Einnig má ekki skipta um nafn á keyptum miðum. Spjall Hjartar og Klöru í heildina má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira