Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 17:57 Myndin er tekin af sigkatlinum í Öræfajökli í fyrradag. mynd/tómas guðbjartsson Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20