Við stýrið þrátt fyrir að vera ekki kominn með bílpróf Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2017 06:00 Haukur Þrastarson hefur verið frábær í liði Selfoss vísir/stefán Selfyssingurinn Haukur Þrastarson hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á tímabilinu. Haukur er aðeins 16 ára gamall, fæddur árið 2001, og í fyrsta sinn í stóru hlutverki í meistaraflokki. Haukur átti sinn besta leik í vetur þegar Selfoss vann eins marks sigur á FH, 24-23, á sunnudaginn. Hann skoraði sex mörk úr aðeins sjö skotum, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti samkvæmt tölfræðiþjónustunni HBStatz. „Við erum virkilega sáttir við spilamennskuna og sérstaklega varnarleikinn. Þetta var sterkur sigur,“ sagði Haukur í samtali við Fréttablaðið í gær. Selfyssingar spiluðu virkilega grimma og sterka framliggjandi vörn sem kom FH-ingum í mikil vandræði. „Uppleggið var að vera grimmir og fastir fyrir en ekkert endilega svona framarlega,“ sagði Haukur sem hefur fengið stærra hlutverk eftir því sem liðið hefur á tímabilið og sérstaklega eftir að Elvar Örn Jónsson meiddist. En átti hann von á því fyrir tímabilið að hlutverk hans yrði svona stórt? „Já og nei. Ég bjóst alveg við því að fá sénsinn en það er undir mér komið hvernig ég spila og hvað mikið,“ sagði Haukur sem er að vonum ánægður með frammistöðu sína í vetur. „Ég er virkilega sáttur. Liðið er búið spila mjög vel heilt yfir. Það eru flottir hlutir í gangi,“ sagði Haukur sem viðurkennir að það hafi tekið smá tíma að venjast hraðanum og hörkunni í meistaraflokki. „Þetta er aðeins öðruvísi bolti, fastari og þyngri menn. Það hefur gengið ágætlega að venjast því.“ Haukur stefnir hátt en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. „Draumurinn er að fara út í atvinnumennsku og spila með landsliðinu. En núna hugsa ég bara um að ná árangri með Selfossi. Ég er alveg rólegur og hugsa bara um næsta leik,“ sagði Haukur.Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki.vísir/gettyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, hafði ekkert nema gott um Hauk að segja þegar Fréttablaðið leitaði álits hjá honum. „Þetta er fyrirmyndar ungur maður. Hann hefur verið frábær og ég skil vel að það sé byrjað að taka verulega eftir honum. Hann lifir fyrir íþróttina. Hann minnir mig svolítið á Nikola Bilyk hjá Kiel, hvernig hann sinnir íþróttinni. Hann er í akademíunni hjá mér og æfir aukalega fjórum sinnum í viku,“ sagði Patrekur en Bilyk spilar hjá honum í austurríska landsliðinu. „Það sem kemur manni hvað mest á óvart er hvað hann er kominn langt varðandi leikskilning og stöðumat. Það finnst mér svolítið magnað. Svo er hann með gott fólk í kringum sig og í góðu umhverfi,“ sagði Patrekur en Haukur kemur úr mikilli handboltafjölskyldu. Systir hans, Hrafnhildur Hanna, er ein fremsta handboltakona þjóðarinnar. Hún leikur með Selfossi líkt og systir hennar, Hulda Dís. Bróðir þeirra, Örn, er svo þjálfari kvennaliðsins. Þegar Patrekur tók við Selfossi í sumar sá hann ekki fyrir að hlutverk Hauks yrði svona stórt. „Alls ekki. Það var klárt mál að ég ætlaði að nota hann en átti ekki von á því að það yrði svona mikið. En ég sá fljótt hvað hann er góður. Hann á alveg fyllilega skilið að spila,“ sagði Patrekur en Haukur spilaði nánast allan tímann gegn FH. Patrekur er sannfærður um að Haukur geti komist í fremstu röð. „Hann getur komist í landsliðið og í topplið í atvinnumennsku, alveg pottþétt. Ekki strax en þegar hann er orðinn svona 20-21 árs gæti hann farið út og spilað í þýsku deildinni. Að mínu áliti getur hann það. Hann er framtíðarlandsliðsmaður,“ sagði Patrekur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu á tímabilinu. Haukur er aðeins 16 ára gamall, fæddur árið 2001, og í fyrsta sinn í stóru hlutverki í meistaraflokki. Haukur átti sinn besta leik í vetur þegar Selfoss vann eins marks sigur á FH, 24-23, á sunnudaginn. Hann skoraði sex mörk úr aðeins sjö skotum, gaf fjórar stoðsendingar og fiskaði eitt víti samkvæmt tölfræðiþjónustunni HBStatz. „Við erum virkilega sáttir við spilamennskuna og sérstaklega varnarleikinn. Þetta var sterkur sigur,“ sagði Haukur í samtali við Fréttablaðið í gær. Selfyssingar spiluðu virkilega grimma og sterka framliggjandi vörn sem kom FH-ingum í mikil vandræði. „Uppleggið var að vera grimmir og fastir fyrir en ekkert endilega svona framarlega,“ sagði Haukur sem hefur fengið stærra hlutverk eftir því sem liðið hefur á tímabilið og sérstaklega eftir að Elvar Örn Jónsson meiddist. En átti hann von á því fyrir tímabilið að hlutverk hans yrði svona stórt? „Já og nei. Ég bjóst alveg við því að fá sénsinn en það er undir mér komið hvernig ég spila og hvað mikið,“ sagði Haukur sem er að vonum ánægður með frammistöðu sína í vetur. „Ég er virkilega sáttur. Liðið er búið spila mjög vel heilt yfir. Það eru flottir hlutir í gangi,“ sagði Haukur sem viðurkennir að það hafi tekið smá tíma að venjast hraðanum og hörkunni í meistaraflokki. „Þetta er aðeins öðruvísi bolti, fastari og þyngri menn. Það hefur gengið ágætlega að venjast því.“ Haukur stefnir hátt en er á sama tíma með báða fætur á jörðinni. „Draumurinn er að fara út í atvinnumennsku og spila með landsliðinu. En núna hugsa ég bara um að ná árangri með Selfossi. Ég er alveg rólegur og hugsa bara um næsta leik,“ sagði Haukur.Patrekur Jóhannesson þjálfar Selfoss og Austurríki.vísir/gettyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, hafði ekkert nema gott um Hauk að segja þegar Fréttablaðið leitaði álits hjá honum. „Þetta er fyrirmyndar ungur maður. Hann hefur verið frábær og ég skil vel að það sé byrjað að taka verulega eftir honum. Hann lifir fyrir íþróttina. Hann minnir mig svolítið á Nikola Bilyk hjá Kiel, hvernig hann sinnir íþróttinni. Hann er í akademíunni hjá mér og æfir aukalega fjórum sinnum í viku,“ sagði Patrekur en Bilyk spilar hjá honum í austurríska landsliðinu. „Það sem kemur manni hvað mest á óvart er hvað hann er kominn langt varðandi leikskilning og stöðumat. Það finnst mér svolítið magnað. Svo er hann með gott fólk í kringum sig og í góðu umhverfi,“ sagði Patrekur en Haukur kemur úr mikilli handboltafjölskyldu. Systir hans, Hrafnhildur Hanna, er ein fremsta handboltakona þjóðarinnar. Hún leikur með Selfossi líkt og systir hennar, Hulda Dís. Bróðir þeirra, Örn, er svo þjálfari kvennaliðsins. Þegar Patrekur tók við Selfossi í sumar sá hann ekki fyrir að hlutverk Hauks yrði svona stórt. „Alls ekki. Það var klárt mál að ég ætlaði að nota hann en átti ekki von á því að það yrði svona mikið. En ég sá fljótt hvað hann er góður. Hann á alveg fyllilega skilið að spila,“ sagði Patrekur en Haukur spilaði nánast allan tímann gegn FH. Patrekur er sannfærður um að Haukur geti komist í fremstu röð. „Hann getur komist í landsliðið og í topplið í atvinnumennsku, alveg pottþétt. Ekki strax en þegar hann er orðinn svona 20-21 árs gæti hann farið út og spilað í þýsku deildinni. Að mínu áliti getur hann það. Hann er framtíðarlandsliðsmaður,“ sagði Patrekur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita