„Vivaldi vafrinn bætir nú við enn einum innbyggðum eiginleikanum, sem auðveldar fólki að stjórna flipum. Notendur geta nú valið hvar þeir staðsetja flipana; þeir geta stjórnað þeim í gegnum lyklaborðið; flokkað þá saman o.fl. Nýja gluggaspjaldið lyftir flipastjórnun upp á hærra plan”, segir Jón von Tetzchener, forstjóri Vivaldi Technologies, í tilkynningu.
Stefnt er að því að bæta enn fleiri eiginleikum við gluggaspjaldið í náinni framtíð. Yfirlit yfir nýju uppfærsluna má sjá hér.
Sjá einnig: „Einbeitum okkur að því að gera hlutina öðruvísi“
Einnig er búið að bæta nokkrum endurbætum við Vivaldi sem notendur hafa óskað sérstaklega eftir. Þeir þrír eiginlega sem voru efstir á blaði notenda í umræðum á spjallsíðum vafrans voru:
-Viðvörun þegar slökkt er á vafranum áður en niðurhali er lokið.
-Möguleiki á að setja niðurhal á pásu og halda áfram með það síðar
-Hraði niðurhals sýndur á stöðustiku niðurhals.
„Við leggjum mikið á okkur til þess að geta boðið upp á vafra sem ekki er háður viðbótum (plug-ins). Við stefnum að því að þróa og endurbæta innbyggða virkni vafrans og tryggja þannig örugga, hraða og fullkomna vafraupplifun!” segir Jón.