Bretar draga verulega úr hagvaxtarspám Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2017 15:51 Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, fyrir utan Downingstræti 10. Vísir/AFP Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025. Brexit Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hagkerfi Bretlands mun vaxa mun hægar á næstu fimm árum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Philip Hammond, fjármálaráðherra landsins, segir mikilli óvissu vegna úrgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu um að kenna sem og lítillar framleiðslu. Hagvaxtarspár Stofnunar um ábyrg fjármál (OBR) gera ráð fyrir 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,4 prósentum á því næsta og 1,3 prósentum á árunum 2019 og 2020. Árið 2021 er spáð 1,5 prósenta hagvexti. Fyrri spár stofnunarinnar höfðu gert ráð fyrir 2,0 prósenta hagvexti á þessu ári og svo 1,6 prósent, 1,7 prósent, 1,9 prósent og 2,0 prósentum á næstu árum. Hammond sagði þó í dag að útlitið væri ekki mjög slæmt þar sem hagkerfi Bretlands væri enn að stækka og atvinnuleysi hefði ekki verið lægra síðan 1975. „Ég er hér að tala um hagkerfi sem heldur áfram að vaxa, heldur áfram að skapa fleiri störf en áður og að koma þeim sem tala niður til hagkerfisins á óvart. Efnahagur sem stefnir á nýtt samband við nágranna okkar í Evrópu og Evrópusambandið,“ sagði Hammond á þinginu í dag samkvæmt frétt AFP fréttaveitunni.Samkvæmt nýjum fjárlögum ríkisstjórnar Theresu May verða þrír milljarðar punda lagðir til hliðar til að bregðast við öllum mögulegum útkomum úr Brexit viðræðunum. Þörf er á því ef viðræðurnar ganga ekki upp. „Við erum staðráðin í að tryggja að ríkið sé tilbúið fyrir allar mögulegar útkomur. Ég er tilbúinn til að setja frekari fjármuni til hliðar,“ sagði Hammond. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði fjárlögin til marks um að ríkisstjórnum Íhaldsflokksins hefðu staðið sig illa og útlit væri fyrir að ástandið myndi versna. Þá mynnti hann Hammond á að Íhaldsflokkurinn hefði á sínum tíma lofað því að fjárlagahalli ríkisins yrði ekki til staðar lengur árið 2015. Nú hafi hann verið að gefa sama loforð en nú snúið það að árinu 2025.
Brexit Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira