Tesla brennir upp 8.000 dollurum á mínútu Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 16:00 Tesla bílar hafa hingað til ekki skilað fyrirtækinu hagnaði. Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Tesla fær mikla umfjöllun víða fyrir framúrstefnulega rafmagnsbíla sína og skemmst er að minnast kynningar á byltingarkenndum flutningabíl og sneggsta sportbíl heims nú bara fyrir nokkrum dögum. Það eru þó fleiri fréttir en góðar úr herbúðum Tesla. Tesla hefur tapað á starfsemi sinni sem nemur 4,2 milljörðum dollara á síðustu 12 mánuðum og ef því er deilt niður á hverja mínútu hverfa 8.000 dollarar úr féhirslum Tesla á mínútu. Það eru um 850.000 kr. á mínútuna, eða 50,7 milljónir kr. á hverjum klukkutíma, eða 1,2 milljarðar kr. á dag. Þetta eru engar smáupphæðir, en samt sem áður standa hlutabréf í Tesla hátt og hafa hækkað um 40% á þessu ári. Svo hátt eru hlutabréf í Tesla metin að fyrirtækið er meira virði en Ford og nálægt því helmingi meira virði en Fiat-Chrysler á hlutabréfamarkaðnum í Wall Street, þrátt fyrir að bæði þau fyrirtæki skili ávallt vænum hagnaði. Sérfræðingar hjá Bloomberg vilja meina að Elon Musk, forstjóri og aðaleigandi Tesla þurfi að tryggja sér að minnsta kosti 2 milljarða dollara viðbótar fjármagn fyrir mitt næsta ár til að tryggja framtíðarrekstur Tesla.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent