Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:30 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Vísir/AFP Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér. Sund Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér.
Sund Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira