Grípum tækifærin þegar þau gefast Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 10:45 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands tekur að sér hvert stórverkefnið eftir annað. Mynd Auðunn Níelsson Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“ Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nú er að verða árviss viðburður á Akureyri að her atvinnudansara komi frá Evrópu til að setja upp stórsýningu í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Í fyrra var það Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskí sem sýndur var og að þessu sinni Þyrnirós eftir sama höfund.“ Þetta segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri sveitarinnar, kátur um ballettsýninguna sem verður flutt í Hofi næsta sunnudag og mánudag. „Það eru kannski ekki sömu dansarar og komu í fyrra en sami flokkur, St. Petersburg Festival Ballet. Svona nokkuð er hægt af því að það er gríðarlega mikill áhugi á sinfónískri tónlist og líka ballett hér fyrir norðan,“ útskýrir hann. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum víða að en kjarninn er fyrir norðan, að sögn Þorvaldar. „Hvert verkefni hjá sveitinni er sérstakt og í þau er ráðið sérstaklega. Við grípum tækifærin þegar þau gefast og getum búið til verkefni þegar okkur sýnist af því að rekstrarformið er svona. Þess vegna hefur fólk verið að sjá okkur í Lord of the Rings og War of the Worlds og nú erum við að æfa Phantom of the Opera sem sýnt verður í febrúar. Við höfum líka verið að spila inn á kvikmyndir, í samvinnu við Atla Örvarsson tónskáld, það er orðinn hluti af starfsemi hljómsveitarinnar. Þannig hefur það verið síðan ég byrjaði 2015 og nú höfum við spilað inn á tíu myndir, þar af fjórar Hollywoodmyndir.“Þorvaldur Bjarni segir Norðlendinga meira en í meðallagi músíkalska.Auk þess að vera framkvæmdastjóri bregður Þorvaldur Bjarni stundum tónsprotanum á loft framan við sveitina. En núna kemur stjórnandinn frá Rússlandi. „Það er hluti af því sem gerir þetta svo spennandi að eftir að Menningarfélagið byrjaði að reka hljómsveitina höfum við verið að fá topp stjórnendur, Daníel Bjarnason, Petri Sakari og núna er það Vadim Nikitin.“ En hvernig ganga æfingar fyrir sig fyrst mannskapurinn býr bæði norðan og sunnan heiða? „Við erum með ágætt form á þeim. Æfum fyrir sunnan með þeim sem eru þar, svo kemur stjórnandinn norður og æfir hér og daginn fyrir tónleika er lokahnykkurinn tekinn með öllum þátttakendum. Hér er fólk orðið vant að vinna hratt.“ Fullbókað er á sýningarnar á Þyrnirós. „Ég er búinn að vera í viðburðabransanum lengi og get fullyrt að aðsóknin á tónleika hér er alveg með eindæmum, sérstaklega sinfóníska tónleika. Það var uppselt á alla tónleika Sinfóníu Norðurlands í fyrra og fullt var á sextán tónleikum í röð á þessu ári. Maður þarf bara að klípa sig. Hljómsveitin er náttúrlega að taka þátt í stórum sýningum eins og Lord of the Rings, þá voru þrennir tónleikar og bara í september á þessu ári tók sveitin þátt í átta viðburðum, sem er magnað og frábært fyrir hljóðfæraleikarana,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Hof hefur haft gríðarlega góð áhrif á allt menningarlíf hér.“
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira