Sækir innblásturinn í sálfræðinámið Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. nóvember 2017 11:00 Árný sendi nýlega frá sér lag sem hún segir innblásið af sálfræðinámi sínu. Tónlistarkonan Árný sendi nú nýlega frá sér fyrsta lagið af komandi plötu en það nefnist Nowhere I’d Rather Be. Árný er með BS í sálfræði og valdi sálfræðinámið fram yfir tónlistarnám, en því sá hún stundum eftir á meðan á náminu stóð. Á endanum fór það svo að hún sótti töluverðan innblástur úr sálfræðinni sem hún nýtir sér nú við textagerð. Og ekki er lengur samviskubitinu fyrir að fara. „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig hugsanir og líðan okkar eru samtvinnuð og því hvað við höfum í raun mikil tök á að stjórna hvernig okkur líður. Þá skiptir svo miklu máli hverju við trúum að við getum. Textarnir fjalla um að brjótast út úr þessum hömlum sem maður setur á sjálfan sig,“ segir Árný. „Ég var einu sinni viss um að ég gæti aldrei keyrt beinskiptan bíl og að ég kynni ekki að kaupa avókadó. Ég var líka sannfærð um að ég gæti ekki gefið út plötu sem ég væri raunverulega sátt við og gæti ekki leyft mér að vera sátt í eigin skinni. Ekkert af þessu reyndist rétt en ég gat það samt ekki fyrr en ég í rauninni leyfði mér að geta það.“ Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Árný sendi nú nýlega frá sér fyrsta lagið af komandi plötu en það nefnist Nowhere I’d Rather Be. Árný er með BS í sálfræði og valdi sálfræðinámið fram yfir tónlistarnám, en því sá hún stundum eftir á meðan á náminu stóð. Á endanum fór það svo að hún sótti töluverðan innblástur úr sálfræðinni sem hún nýtir sér nú við textagerð. Og ekki er lengur samviskubitinu fyrir að fara. „Ég hef lengi haft áhuga á því hvernig hugsanir og líðan okkar eru samtvinnuð og því hvað við höfum í raun mikil tök á að stjórna hvernig okkur líður. Þá skiptir svo miklu máli hverju við trúum að við getum. Textarnir fjalla um að brjótast út úr þessum hömlum sem maður setur á sjálfan sig,“ segir Árný. „Ég var einu sinni viss um að ég gæti aldrei keyrt beinskiptan bíl og að ég kynni ekki að kaupa avókadó. Ég var líka sannfærð um að ég gæti ekki gefið út plötu sem ég væri raunverulega sátt við og gæti ekki leyft mér að vera sátt í eigin skinni. Ekkert af þessu reyndist rétt en ég gat það samt ekki fyrr en ég í rauninni leyfði mér að geta það.“
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira