Pacquiao setti mynd af Conor á Instagram í gær þar sem hann óskaði honum gleðilegs þakkargjörðardags. Skrifaði svo myllumerkin alvöru boxbardagi og 2018.
Það þarf engan kjarneðlisfræðing í að finna út úr hvað Pacquiao er að reyna að gera með þessu. Hann vill stóran peningadag með Íranum vinsæla.
Ekki liggur enn fyrir hvað Conor gerir næst en hann hefur ekki útilokað að næsti bardagi verði aftur boxbardagi.