Björk segir frá tónlistinni sem hún vann með Wu-Tang Clan og mun aldrei líta dagsins ljós Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2017 18:35 Björk Guðmundsdóttir Vísir/Getty „Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“ Björk Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Við sömdum nokkur lög saman,“ segir tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir um samstarf hennar og bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan á tíunda áratug síðustu aldar. Björk segir frá þessu í viðtali við bandaríska tónlistartímaritið FACT og hryggir aðdáendur sínar með þeim fregnum að afrakstur þess samstarfs muni aldrei líta dagsins ljós. Í viðtalinu segist Björk hafa sett sig í samband við Wu-Tang Clan þegar hún vann að plötunni Homogenic sem var gefin út á því herrans ári 1997. Óskaði hún eftir því að þeir myndu vinna takta fyrir plötuna. Björk vildi fá einskonar íslenska eldgosatakta á plötuna og hafði prófað sig áfram í því en það tók hana langan tíma. Hún segir glettin frá því að óþolinmæði hennar geri það að verkum að hún leyti þá frekar hjálpar og því sett sig í samband við Wu-Tang Clan.RZAVísir/Getty„Ég var á Spáni, og Wu-Tang Clan átti að koma þangað. RZA var væntanlegur. Svo liðu mánuðirnir. Ég kláraði plötuna og skilaði henni af mér. Þá sagði RZA: Ég er tilbúinn. Á ég að koma til Spánar?“ RZA er sviðsnafn Robert Fitzgerald Diggs, eins af forsprökkum Wu-Tang Clan. Björk segir frá því að seinna meir hittust hún og Wu-Tang Clan í New York þar sem þau sömdu nokkur lög saman. „Stundum þegar þú gerir hluti sem þú hafði ekki planað, þá eiga sér stað töfrar. Og ég er sannfærð um það sem við sköpuðum voru töfrar. En þar sem þetta var ekki hluti af Homogenic og ekki hluti af því sem Wu-Tang var að gera á þeim tíma, þá var þetta betra sem hugmynd.“ Hún segir Wu-Tang liða hafa sýnt sér New York borg og það hafi verið afar mikil upplifun. Hún deilir einnig minningu sem hún segir vera í miklu uppáhaldi hjá henni, en það var þegar hún gaf áritanir í Tower Store-plötuverslun í borginni. „Ég mætti og einnig sjö meðlimir úr Wu-Tang Clan til að vernda mig. Ég hafði verið ein á ferð en þegar þeir mættu fannst mér ég vera örugg. Þetta voru töfrar. Í mínum huga eru þeir pönkarar. Við erum svipuð. Við gerum hlutina á vissan hátt. Það besta við þetta er að ég fékk að sjá Wu-Tang útgáfuna af New York. Sem var frekar svalt. Mjög sérstakt sjónarhorn á þá borg og ég er mjög heppin að hafa upplifað það.“ Björk er einnig spurð út í mögulegt samstarf hennar og rapparans Jay-Z. Hún segir rapparann hafa beðið sig um að semja tónlist fyrir hann, sem átti að vera hluti af lagi. „Það varð hins vegar ekkert af því. Því var hreinlega ekki ætlað að gerast.“
Björk Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“