Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2017 16:42 Trump gat ekki stillt sig um að bauna á pólitískan andstæðing við athöfn til heiðurs stríðshetja úr röðum bandarískra frumbyggja í gær. Vísir/AFP Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico. Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Forseti samtaka navajófrumbyggja í Bandaríkjunum segir að Donald Trump forseti hafi notað kynþáttalast þegar hann uppnefndi demókratann Elizabeth Warren „Pocahontas“ á viðburði sem var ætlað að heiðra stríðshetjur úr röðum frumbyggja. Framferði Trump á viðburðinum í Hvíta húsinu hefur vakið mikla athygli og gagnrýni. Tilgangur athafnarinnar var að heiðra navajófrumbyggja sem notuðu tungumál sitt til að dulkóða hernaðarlega mikilvægar upplýsingar í síðari heimsstyrjöldinni. Athöfninni var valinn staður fyrir framan málverk af Andrew Jackson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem skrifaði undir lög árið 1830 sem gáfu honum vald til að flytja frumbyggja nauðungarflutningum af landi sínu. Í ávarpi sínu til að heiðra navajóhermennina kom Trump svo að skoti á Warren, öldungadeildarþingmann demókrata, sem hann hefur lengi uppnefnt „Pocahontas“ vegna þess að hún hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Ekkert bendir til þess að svo sé. „Þið voruð hér löngu á undan okkur. Við erum reyndar með fulltrúa á þingi sem þeir segja að hafi verið hér fyrir löngu. Þeir kalla hana Pocahontas,“ sagði Trump en Warren hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Russell Begaye, forseti Navajóþjóðarinnar, segir að það hafi verið óþarfi hjá Trump að uppnefna Warren á athöfninni. „Þetta var dagur til að heiðra þá og að koma einhverju svona inn, orðinu „Pocahontas“ til að skjóta á öldungadeildarþingmann, þú veist, það á heima í kosningabaráttunni. Það á ekki heima í salnum þar sem er verið að heiðra stríðshetjurnar okkar,“ sagði Bagaye við CNN. Hann segist ennfremur hafa upplifað notkun Trump á nafni frumbyggjastúlkunnar, sem hefur meðal annars verið viðfangsefni Disney-teiknimyndar, sem kynþáttalast. John Norwood, aðalritari samband bandarískra frumbyggja, hefur tekið í sama streng og sagt ummæli Trump „bera keim af rasisma“. Warren sjálf sagði að Trump hefði ítrekað reynt að þagga niður í sér með uppnefnum sem þessum. Honum yrði þó ekki kápan úr því klæðinu. „Það er ákaflega óheppilegt að forseti Bandaríkjanna komist ekki einu sinni í gegnum athöfn til að heiðra þessar hetjur án þess að þurfa að varpa fram kynþáttalasti,“ sagði Warren við MSNBC í gær. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, reyndi að beina gagnrýninni að Warren þegar hún var spurð um ummæli Trump á blaðmannafundi í gær. Fullyrðingar hennar um frumbyggjauppruna sinn væru það sem raunverulega væri móðgandi. Sagði hún það „fáránlegt“ að kalla uppnefni Trump kynþáttalast, að því er kemur fram í frétt Politico.
Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira