Einkunnir jafnari á samræmdu prófunum en áður var reyndin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Margt er ánægjulegt í samræmdu prófunum að mati sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun. vísir/pjetur „Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira