Efasemdir þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 06:50 Hin reynda Ri Chun Hee flutti fregnir af eldflaugaskotinu í gær. Henni er yfirleitt gert að flytja mikilvægar tilkynningar fyrir hönd stjórnvalda í Pjongjang. KCNA Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum. Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld fagna því sem þau segja hafa verið fullkomið tilraunaskot á nýrri tegund eldflauga, eldflauga sem geta hæft hvern einasta fermetra í Bandaríkjunum. Sérfræðingar taka þessum yfirlýsingum þó með fyrirvara enda hafi flaugin ekki verið fullhlaðin og því umtalsvert léttari en flaug sem ætlað væri að valda tjóni. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu í rúma tvo mánuði. Ríkisjónvarp landsins segir Pjongjang nú loksins hafa uppfyllt markmið sitt um að verða fullgilt kjarnorkuveldi. Eldflauginni var skotið á loft í gærkvöldi og telja sérfræðingar að þar hafi verið á ferðinni öflugasta eldflaug sem Norður-Kórea hefur skotið á loft. Hún lent í sjónum undan ströndum Japans en hafði áður flogið upp í tæplega 1000 kílómetra hæð. David Wright, sérfræðingur í öryggisfræðum, segir í samtali við Washington Post að hefði þessari tilteknu eldflaug verið skotið eftir ferli sem hefði miðað að því að hámarka drægni hennar hefði hún getað náð til Washington.Sjá einnig: Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“Norður-Kóreskir ríkismiðlar fjölluðu ítarlega um skotið í gær og segja það hafa flogið ívið hærra en sérfræðingar annarra miðla hafa fullyrt. Þannig hafi flaugin raunverulega náð næstum 4,5 kílómetra hæð og flogið 950 kílómetra á 53 mínútum. Stjórnvöld í Pjongjang hafa áður haldið því fram að flaugar þeirra geti náð til Bandaríkjanna en þetta er í fyrsta sinn sem þau fullyrða það í tilfelli þessarar nýju gerðar flauga, sem bera heitið Hwasong-15. Líklegt er þó talið, af öðrum en norður-kóreskum ríkismiðlum, að sambærileg fullhlaðin eldflaug hefði ekki slíka drægni. Þrátt fyrir ítrekaðar eldflaugatilraunir Norður-Kóreubúa á þessu ári eiga vísindamenn ríkisins enn eftir að sannfæra alþjóðasamfélagið um að þeir búi yfir tækninni til að flytja kjarnaodda með eldflaugunum.
Tengdar fréttir Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21 Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Fyrsta eldflaugatilraun N-Kóreu í tvo mánuði Norður-kóreski herinn skaut í dag upp eldflaug í fyrsta sinn í rúmlega tvo mánuði, að því er suður-kóreski herinn greinir frá. 28. nóvember 2017 19:21
Trump um eldflaugaskot N-Kóreu: „Við sjáum um þetta“ "Við sjáum um þetta,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við blaðamenn í Hvíta Húsinu í dag eftir að Norður-Kórea skaut á loft eldflaug fyrr í dag. Þetta var fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreu 28. nóvember 2017 21:45