Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum bregðast við stöðunni innan menningargeirans Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. nóvember 2017 11:21 Íslenska óperan og Sinfóníuhlómsveit Íslands eru til húsa í Hörpu. vísir/eyþór Stjórnendur þeirra menningarstofnana sem eiga aðild að SAVÍST, samtökum atvinnuveitenda í sviðslistum, ætla bregðast við stöðunni sem uppi er varðandi áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum og láta gera sameiginlega faglega úttekt á stöðunni sem verður fylgt eftir með markvissum hætti í samráði við hlutaðeigandi fagfélög. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá SAVÍST sem send var í kjölfar undirskriftalista kvenna innan sviðslista og kvikmyndagerðar hér á landi þar sem gerð var krafa um breytingar. Sjá einnig: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa á síðustu dögum deilt nafnlausum reynslusögum um kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar á lokuðum Facebook-hóp. Voru 62 sögur gerðar opinberar sendar fjölmiðlum undir yfirskriftinni: Tjaldið fellur. Alls skrifuðu 548 konur innan stéttarinnar undir yfirlýsingu þar sem sagði að konur í þessum bransa væru „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim.“ Konurnar sem skrifuðu undir krefjast þess að fá að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá krefjast þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum.Taka ábyrgðina alvarlegaÍ tilkynningu SAVÍST sem send var á fjölmiðla í dag segir meðal annars: „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska Dansflokksins, Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sögðu Ari, Kristín og Magnús Geir öll að fá mál tengd kynferðislegri áreitni, ofbeldi og misbeitingu valds hefðu komið upp á borð hjá sér. Þekkt leikkona sagði í umfjöllun Vísis um þessi mál innan leiklistarinnar að það væri hægt að líkja þessu við snjóskafl sem þyrfti að bræða. Reyndist ástandið mun verra en leikhússtjórar voru meðvitaðir um ef sögur kvennanna eru skoðaðar og fjöldi undirskriftanna. Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Tjaldið fellur: Klöguð fyrir að slíta sig lausa frá rísandi Hollywood-stjörnu Afþakkaði boð um að mæta í partí með vinkonum sínum hjá heimsfrægri stjörnu sem var sagt geta greitt leið hennar í Hollywood. 27. nóvember 2017 21:09 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Stjórnendur þeirra menningarstofnana sem eiga aðild að SAVÍST, samtökum atvinnuveitenda í sviðslistum, ætla bregðast við stöðunni sem uppi er varðandi áreitni, ofbeldi og hvers konar misbeitingu valds í menningargeiranum og láta gera sameiginlega faglega úttekt á stöðunni sem verður fylgt eftir með markvissum hætti í samráði við hlutaðeigandi fagfélög. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá SAVÍST sem send var í kjölfar undirskriftalista kvenna innan sviðslista og kvikmyndagerðar hér á landi þar sem gerð var krafa um breytingar. Sjá einnig: Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni Konur sem starfa eða hafa starfað innan sviðslista og kvikmyndagerðar á Íslandi hafa á síðustu dögum deilt nafnlausum reynslusögum um kynferðisofbeldi, áreitni og mismunun innan stéttarinnar á lokuðum Facebook-hóp. Voru 62 sögur gerðar opinberar sendar fjölmiðlum undir yfirskriftinni: Tjaldið fellur. Alls skrifuðu 548 konur innan stéttarinnar undir yfirlýsingu þar sem sagði að konur í þessum bransa væru „í raun mjög berskjaldaðar, bæði vegna smæðar samfélagsins og hversu fá tækifæri er um að ræða, og líka vegna frægðar og áhrifa gerendanna sem gerir þeim mjög erfitt um vik og þaggar ennfremur niður í þeim.“ Konurnar sem skrifuðu undir krefjast þess að fá að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá krefjast þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum.Taka ábyrgðina alvarlegaÍ tilkynningu SAVÍST sem send var á fjölmiðla í dag segir meðal annars: „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri, Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Erna Ómarsdóttir listdansstjóri Íslenska Dansflokksins, Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri, Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar og Leikfélags Akureyrar. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sögðu Ari, Kristín og Magnús Geir öll að fá mál tengd kynferðislegri áreitni, ofbeldi og misbeitingu valds hefðu komið upp á borð hjá sér. Þekkt leikkona sagði í umfjöllun Vísis um þessi mál innan leiklistarinnar að það væri hægt að líkja þessu við snjóskafl sem þyrfti að bræða. Reyndist ástandið mun verra en leikhússtjórar voru meðvitaðir um ef sögur kvennanna eru skoðaðar og fjöldi undirskriftanna.
Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Tjaldið fellur: Klöguð fyrir að slíta sig lausa frá rísandi Hollywood-stjörnu Afþakkaði boð um að mæta í partí með vinkonum sínum hjá heimsfrægri stjörnu sem var sagt geta greitt leið hennar í Hollywood. 27. nóvember 2017 21:09 Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Tjaldið fellur: Klöguð fyrir að slíta sig lausa frá rísandi Hollywood-stjörnu Afþakkaði boð um að mæta í partí með vinkonum sínum hjá heimsfrægri stjörnu sem var sagt geta greitt leið hennar í Hollywood. 27. nóvember 2017 21:09
Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. 27. nóvember 2017 20:43
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00