Vernd fyrir illsku er fegursta gjöfin Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2017 09:00 Helgi Björnsson á lítið sameiginlegt með karakternum sem hann syngur um í jólalaginu Ef ég nenni. MYND/EYÞÓR Helgi Björns nennir. Hann verður seint talinn með mönnum sem nenna ekki hlutunum. Mætti hann ráða vildi hann frekar syngja „ef hún vill mig“ þar sem segir „ef ég nenni“, en að lagið um þennan skondna karakter sem litlu nennir sé óneitanlega skemmtilegt. „Ég get engan veginn samsamað mig þessum karakter í laginu, sem er tilbúinn að gefa ástinni allt sem hún óskar sér, bara ef hann nennir. Þar verð ég virkilega að ganga gegn minni betri vitund og setja mig í karakter. Ég er bara ekki týpan sem nennir ekki hlutunum,“ segir Helgi, sem í orðabókum hefur fundið mýmargar merkingar á orðinu „nenni“ og þar á meðal væntumþykju. „En ég reikna með að vinsældir lagsins felist að hluta til í þessum skondna karakter sem er tilbúinn í allt, ef hann bara nennir. Það er auðvitað fyndið.“ Jólalagið Ef ég nenni kom út á plötunni Jólagestir Björgvins árið 1995 en fékk þá enga spilun. Lagið er eftir ítalska rokksöngvarann Zucchero og heitir upp á ítölsku Così Celeste. „Svo var það fyrir jólin 1996 að ég bjó með fjölskyldunni í Flórens á Ítalíu, þar sem upprunalegt lag Zuccheros var enn mjög vinsælt á ítölskum útvarpsstöðvum. Þá fæ ég símtal að heiman um að nýja jólalagið mitt hafi slegið í gegn heima. Ég kom alveg af fjöllum og sagði þetta hljóta að vera misskilning þar sem ég væri ekki með neitt nýtt jólalag þau jólin. Lagið reyndist þá vera svokallaður „sleeper“ eins og það er kallað í bransanum,“ segir Helgi og á við lag sem slær ekki í gegn strax heldur oft löngu síðar. „Þegar ný plata kemur út er oftast ýtt á eftir ákveðnum lögum í spilun en þá hitta menn jafnvel ekki á rétta lagið sem síðar verður alger hittari. Lagið hefur síðan lifað vel og ýmist verið kosið besta eða versta jólalagið í hinum ýmsu könnunum,“ segir Helgi og hlær. „Mér finnst lagið frábært, vel samið og með mikinn stíganda og ris. Mér finnst líka gaman að syngja það og alltaf jafn skemmtilegt að hitta það aftur eftir ársfrí, en ég syng það í fjórar vikur fyrir jól á hinum ýmsu jólatónleikum og skemmtunum.“ Þegar kemur að jólagjöfum handa ástinni sinni segist Helgi alltaf hugsa um gimsteina og perlur, eða að kaupa kóngsríki og fegurstu rósir. „En ég mundi frekar nota „ef hún vill mig“ í stað „ef ég nenni“ í söngtextanum. Fegursta gjöfin sem sungið er um í laginu finnst mér vera verndin, þar sem segir: Aldrei framar neitt illt í heimi óttast þarf, engillinn minn,því ég er hér og vaki… „Þegar maður er búinn að lifa aðeins lengur en skemur áttar maður sig á því,“ segir Helgi, sem í seinni tíð hefur ekki þurft að slá neinn um lán fyrir jólagjöf handa ástinni. „Ég hef nú getað bjargað mér sjálfur en ég hef eflaust slegið einhvern um lán þegar ég var fátækur námsmaður og notaði danska tíaura til að borga í strætó og lifði á sardínudósum og Ora-fiskibollum.“ Helgi hlakkar mikið til jólanna í ár. Þá fær hann dýrmæta jólagjöf. „Besta jólagjöfin verður að fá yndisleg barnabörnin heim í jólafrí en þau búa í Singapúr. Þau eru eins og fjögurra ára og búa svona langt í burtu. Því verður dásamlegt að njóta samvista við þau hér heima.“Þetta viðtal birtist fyrst í Jólablaði Fréttablaðsins 28. nóvember 2017. Jólalög Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Helgi Björns nennir. Hann verður seint talinn með mönnum sem nenna ekki hlutunum. Mætti hann ráða vildi hann frekar syngja „ef hún vill mig“ þar sem segir „ef ég nenni“, en að lagið um þennan skondna karakter sem litlu nennir sé óneitanlega skemmtilegt. „Ég get engan veginn samsamað mig þessum karakter í laginu, sem er tilbúinn að gefa ástinni allt sem hún óskar sér, bara ef hann nennir. Þar verð ég virkilega að ganga gegn minni betri vitund og setja mig í karakter. Ég er bara ekki týpan sem nennir ekki hlutunum,“ segir Helgi, sem í orðabókum hefur fundið mýmargar merkingar á orðinu „nenni“ og þar á meðal væntumþykju. „En ég reikna með að vinsældir lagsins felist að hluta til í þessum skondna karakter sem er tilbúinn í allt, ef hann bara nennir. Það er auðvitað fyndið.“ Jólalagið Ef ég nenni kom út á plötunni Jólagestir Björgvins árið 1995 en fékk þá enga spilun. Lagið er eftir ítalska rokksöngvarann Zucchero og heitir upp á ítölsku Così Celeste. „Svo var það fyrir jólin 1996 að ég bjó með fjölskyldunni í Flórens á Ítalíu, þar sem upprunalegt lag Zuccheros var enn mjög vinsælt á ítölskum útvarpsstöðvum. Þá fæ ég símtal að heiman um að nýja jólalagið mitt hafi slegið í gegn heima. Ég kom alveg af fjöllum og sagði þetta hljóta að vera misskilning þar sem ég væri ekki með neitt nýtt jólalag þau jólin. Lagið reyndist þá vera svokallaður „sleeper“ eins og það er kallað í bransanum,“ segir Helgi og á við lag sem slær ekki í gegn strax heldur oft löngu síðar. „Þegar ný plata kemur út er oftast ýtt á eftir ákveðnum lögum í spilun en þá hitta menn jafnvel ekki á rétta lagið sem síðar verður alger hittari. Lagið hefur síðan lifað vel og ýmist verið kosið besta eða versta jólalagið í hinum ýmsu könnunum,“ segir Helgi og hlær. „Mér finnst lagið frábært, vel samið og með mikinn stíganda og ris. Mér finnst líka gaman að syngja það og alltaf jafn skemmtilegt að hitta það aftur eftir ársfrí, en ég syng það í fjórar vikur fyrir jól á hinum ýmsu jólatónleikum og skemmtunum.“ Þegar kemur að jólagjöfum handa ástinni sinni segist Helgi alltaf hugsa um gimsteina og perlur, eða að kaupa kóngsríki og fegurstu rósir. „En ég mundi frekar nota „ef hún vill mig“ í stað „ef ég nenni“ í söngtextanum. Fegursta gjöfin sem sungið er um í laginu finnst mér vera verndin, þar sem segir: Aldrei framar neitt illt í heimi óttast þarf, engillinn minn,því ég er hér og vaki… „Þegar maður er búinn að lifa aðeins lengur en skemur áttar maður sig á því,“ segir Helgi, sem í seinni tíð hefur ekki þurft að slá neinn um lán fyrir jólagjöf handa ástinni. „Ég hef nú getað bjargað mér sjálfur en ég hef eflaust slegið einhvern um lán þegar ég var fátækur námsmaður og notaði danska tíaura til að borga í strætó og lifði á sardínudósum og Ora-fiskibollum.“ Helgi hlakkar mikið til jólanna í ár. Þá fær hann dýrmæta jólagjöf. „Besta jólagjöfin verður að fá yndisleg barnabörnin heim í jólafrí en þau búa í Singapúr. Þau eru eins og fjögurra ára og búa svona langt í burtu. Því verður dásamlegt að njóta samvista við þau hér heima.“Þetta viðtal birtist fyrst í Jólablaði Fréttablaðsins 28. nóvember 2017.
Jólalög Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira