Trump hafði fögur orð um Xi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2017 07:00 Kínversku forsetahjónin sýndu bandarískum gestum sínum merkileg kennileiti í höfuðborginni Peking. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Kína í gær og átti fund með Xi Jinping forseta. Ræddu þessir valdamestu menn heims saman um milliríkjaviðskipti og ástandið á Kóreuskaga. Athygli vakti að Trump fór í þetta sinn fögrum orðum um Xi, rétt eins og hann gerði þegar Kínverjinn heimsótti Bandaríkin fyrr á árinu til að ræða sömu mál. Á meðan Bandaríkjaforseti var í kosningabaráttu var orðræðan önnur. Á kosningafundi í maí 2016 sagði Trump til að mynda: „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar, það er það sem þeir eru að gera. Þetta er mesti þjófnaður í heimssögunni.“ Vísaði forsetinn þar til viðskiptanna á milli ríkjanna sem honum þótti Kínverjar hagnast á en Bandaríkjamenn ekki. Svo virðist þó sem Trump hafi skipt um skoðun. „Það er ekki hægt að kenna Kínverjum um að nýta sér Bandaríkin til þess að bæta hag borgara. Kínverjar hafa staðið sig vel. Í raun kenni ég fyrri ríkisstjórnum um að leyfa viðskiptahalla okkar að aukast eins og hann hefur gert.“ Eins og fjallað hefur verið ítarlega um er Xi nú orðinn valdamesti leiðtogi Kínverja í áratugi. Hefur hugsjón hans og nafn verið ritað í stjórnarskrá Kommúnistaflokksins en Xi er fyrsti maðurinn sem hlýtur þann heiður frá því að Mao Zedong var leiðtogi Kínverja. Rétt eins og flokksmenn gerðu í október fór Trump fögrum orðum um þennan valdamikla leiðtoga. „Þú ert afar sérstakur maður,“ sagði forsetinn til að mynda. Bandaríkjaforseti gerði Xi stóran greiða í lok blaðamannafundar þeirra tveggja, að því er BBC greinir frá. Greiðinn fólst í því að neita að svara spurningum blaðamanna, líkt og Xi gerði. Í umfjöllun BBC segir að Bandaríkjaforsetar hafi venjulega reynt að berjast fyrir auknu fjölmiðlafrelsi í Kína. „En ekki þessi,“ skrifar blaðamaður BBC. Trump er ekki í sömu stöðu og Xi. Hann nýtur stuðnings 37,6 prósenta kjósenda í Bandaríkjunum samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight tekur saman. Þá tapaði flokkur hans ríkisstjórasætum og sætum í fjölmörgum ríkisþingum á þriðjudag. CNN greindi frá því í gær að fimm ríkja Asíureisa Trump væri sérstaklega hugsuð til þess að sýna hæfni forsetans í því að semja við önnur ríki og þannig mögulega rétta úr kútnum. Sjálfur hefur Trump stært sér af því að vera stórkostlegur samningamaður. Tilkynnt var um gerð samninga sem eiga að auka viðskiptin á milli ríkjanna. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í samtali við blaðamenn að þeir samningar væru þó smávægilegir þegar kæmi að því að rétta viðskiptahallann. Eins og áður segir barst talið óhjákvæmilega að Norður-Kóreu. Trump hefur áður gagnrýnt meint aðgerðaleysi Kínverja. „Kínverjar hafa ekkert gert fyrir okkur þegar kemur að Norður-Kóreu, bara talað,“ tísti forsetinn til að mynda í júlí síðastliðnum. Nú kallaði Trump eftir því að Kínverjar gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að fá Norður-Kóreumenn til að láta af áformum sínum um þróun kjarnorkuvopna. Sagði hann að auðvelt yrði fyrir Kínverja að fá það í gegn en Kína hefur lengi verið eini bandamaður einræðisríkisins. „Ég kalla eftir því að herra Xi leggi hart að sér. Ég veit að forsetinn ykkar er harðduglegur og ef hann leggur hart að sér fær hann þetta í gegn.“ Sjálfur sagði Xi að báðir aðilar myndu áfram vinna að því að innleiða að fullu þær þvingunaraðgerðir sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt og vinna að friði á Kóreuskaga.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira