Vinsælustu bílar hvers Evrópulands Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2017 11:12 Skoda Octavia er sá vinsælasti í 6 Evrópulöndum en Volkswagen Golf í 5 löndum. Það kemur vafalaust engum á óvart að vinsælasta bílgerðin í Tékklandi sé Skoda Octavia enda bíllinn framleiddur þar í landi, en færri vita ef til vill að vinsælasta bílgerðin í Danmörku er Peugeot 208. Á þetta við það sem af er liðið þessu ári. Skoda Octavia er reyndar mest selda bílgerðin í fleiri Evrópulöndum, það er í Finnlandi, Króatíu, Eistlandi, Póllandi og í Sviss. Önnur gerð Skoda, þ.e. Fabia er svo vinsælasta bílgerðin í Slóvakíu. Annar bíll sem er sá vinsælasti í mörgum löndum er Volkswagen Golf, en hann er sá mest seldi í Þýskalandi, Austurríki, Noregi, Belgíu og Luxemborg. Sá vinsælasti í Frakklandi er Renault Clio og reyndar í Hollandi og Portúgal einnig. Á Ítalíu er það Fiat Panda og Fiat 500 í Litháen. Í Grikklandi er það Toyota Yaris sem flestir kaupa og það á líka við á Íslandi. í Ungverjalandi er það Suzuki Vitara sem er sá mest keypti, á Írlandi Hyundai Tucson, Lettlandi Nissan Qashqai, Rúmeníu Dacia Logan og í Slóveníu Peugeot 3008, en sá bíll er bíll ársins í Evrópu og á Íslandi. Ekki kemur á óvart að sá mest seldi á Spáni er Seat Ibiza og í Svíþjóð Volvo XC60, né heldur að sá vinsælasti í Bretlandi sé Ford Fiesta. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent
Það kemur vafalaust engum á óvart að vinsælasta bílgerðin í Tékklandi sé Skoda Octavia enda bíllinn framleiddur þar í landi, en færri vita ef til vill að vinsælasta bílgerðin í Danmörku er Peugeot 208. Á þetta við það sem af er liðið þessu ári. Skoda Octavia er reyndar mest selda bílgerðin í fleiri Evrópulöndum, það er í Finnlandi, Króatíu, Eistlandi, Póllandi og í Sviss. Önnur gerð Skoda, þ.e. Fabia er svo vinsælasta bílgerðin í Slóvakíu. Annar bíll sem er sá vinsælasti í mörgum löndum er Volkswagen Golf, en hann er sá mest seldi í Þýskalandi, Austurríki, Noregi, Belgíu og Luxemborg. Sá vinsælasti í Frakklandi er Renault Clio og reyndar í Hollandi og Portúgal einnig. Á Ítalíu er það Fiat Panda og Fiat 500 í Litháen. Í Grikklandi er það Toyota Yaris sem flestir kaupa og það á líka við á Íslandi. í Ungverjalandi er það Suzuki Vitara sem er sá mest keypti, á Írlandi Hyundai Tucson, Lettlandi Nissan Qashqai, Rúmeníu Dacia Logan og í Slóveníu Peugeot 3008, en sá bíll er bíll ársins í Evrópu og á Íslandi. Ekki kemur á óvart að sá mest seldi á Spáni er Seat Ibiza og í Svíþjóð Volvo XC60, né heldur að sá vinsælasti í Bretlandi sé Ford Fiesta.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent